Hver ber ábyrgð ?

Ástandið á Landspítalanum er vægast sagt orðið skelfilegt. Deila hjúkrunarfræðinga er strönduð, aðrir hópar hafa einnig sagt upp og bíða eftir að við þá sé talað og læknar flýja burt af stofnuninni. Það er deginum ljósara að Landspítalinn er að lamast. Það sem gerir þetta enn skelfilegra er að mjög hefur verið dregið úr þjónustu annara sjúkrahúsa landsins, sum jafnvel ekki lengur starfhæf.

En hver ber ábyrgð á þessari skelfingu? Er það forstjórinn sem átti að fá veglega launauppbót síðasta sumar? Er það ráðherrann sem ætlaði að launa þessum forstjóra svo vel? Eða er það ríkisstjórnin sem hefur lagt meiri áherslu á að nota það fé sem sótt er í vasa landsmanna í sín gæluverkefni í stað þess að halda heilbrigðiskerfinu gangandi?

Forstjórinn ber auðvitað ábyrgð á rekstri sjúkrahússins. Í því felst að meta hvenær svo langt hefur verið gengið í niðurskurði að ekki verði lengra haldið og gera stjórnvöldum grein fyrir því. Þar hefur hann greinilega brugðist.

Ráðherrar eiga að vera með puttann á púlsi þess málaflokks sem þeir standa fyrir. Þeir eiga að vera vel inn í öllu er snýr að þeirra málaflokk og leita sér upplýsinga um stöðuna. Þeir eiga ekki að verðlauna einhverja einstaklinga, jafnvel þó þeir séu leiðitamir. Það er hættulegur leikur, sem heilbrigðisráðherra brenndi sig illilega á. Það er ljóst að ráðherrann hefur látið einhverja gæðinga telja sér trú um að ástandið væri ekki svo slæmt. Kannski þar eigi forstjórinn einhvern þátt.

Öllum er ljóst að forgangsröðun stjórnvalda hefur verið með ósköpum. Það er sóað fé í hin ýmsu gæluverkefni. Milljarðar hafa runnið til slíkra verkefna og má telja þau mörg upp, einnig hefur ekki staðið á fjármagni til hinna ýmsu menningarmála, þó ég ætli ekki að hallmæla þeim málaflokk á neinn hátt. Sennilega er þó það mál sem hefur verið okkur dýrast, aðildarumsóknin að ESB. Þar er unnið gegn vilja þjóðarinnar og þó sambandið sendi hingað ýmsa styrki til að kosta þennan málaflokk, skal ekki gleyma þeirri staðreynd að þeir styrkir eru háðir framlagi á móti, framlagi sem sótt í í fjársveltann ríkissjóð.

Til að fjármagna þetta allt saman hefur svo verið dregið saman í heilbrigðisgeiranum. Nú er komið að skuldadögum og ljóst að ráðleysi stjórnvald gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið er að lamast.

En einhver verður að bera ábyrgðina á þessari skelfingu. Einhver verður að taka poka sinn. Þó forstjórinn beri auðvitað mikla ábyrgð í þessu máli er ekki sanngjarnt að hann beri hana einn, enda vandinn ekki bundinn við Landspítalann einan, þó hann sé nú í kastljósinu. Ríkisstjórnin er höfuð höfundur þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur verið lagt í rúst.

Það mun taka mörg ár að laga þessa skelfingu, en nú snýst málið um að halda Landspítalanum gangandi. Það er ljóst að forstjórinn og ráðherrann ráða ekki við það verkefni og ríkisstjórnin í heild sinni virðist ekki geta hjálpað heldur.

Það er stutt til kosninga, en samt of langt. Ef ekkert verður gert og það strax, mun síðasti naglinn í líkkistu heilbrigðiskerfisins verða nelgdur, áður en landsmenn ganga að kjörborðinu.

Ákall til Alþingis er eina leiðin, að stjórnarandstaðan og þeir örfáu stjórnaliðar sem enn hafa einhverja hugsun, taki fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar. Að öðrum kosti verður Forsetinn að grípa til þeirra meðala sem hann hefur og setja stjórnina af og mynda utanþingsstjórn fram að kosningum.

Það þarf að vinna hratt, einungis örfáir dagar eru eftir til lausnar þessum vanda. Víst er að vel er fylgst með málinu frá Bessastöðum.

 


mbl.is Allir deildarlæknar hafa sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig setur einfaldlega hljóðan við að lesa fréttir af þróun mála í heilbrigðiskerfinu. Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki 100% forgangsmál hjá ríkisstjórninni? Af hverju þarf alltaf að sparka í rassinn á þeim í gegnum fjölmiðla áður en þau drullast til að gera hluti? Á meðan þetta er að gerast nöldrar Tuðmundur bara um hin og þessi bönn og Samfylkingin er að drepast úr stolti yfir nýja skipstjóranum sínum.

"Með hausinn í rassinum höldum vér veginn áfram!"

Jón Flón (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 12:36

2 identicon

Afhverju er Ísland með fleirri og flottari sendiráð en Þjóðverjar???

Við erum 300.000 og þeir eru 86.000.000!!!

Hvað kostar að reka öll þessi sendiráð?

Afhverju er þessi stjórn búin að fljúga fólki fram og tilbaka Brussel sem samsvaraöi ári 2011, 670 hringi í kringum plánetura??? Hvað hafa bæst margir hringir við síðan?

Hver borgar það!Ég og þú!!!

Það væri hægt að borga öllum á landinu mannsæmandi laun ef einhver kynni að halda á spilunum!

En NEI...Aurinn er sparaður og krónunni kastað

anna (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 01:24

3 identicon

átti að vera *sem samsvaraði árið 2011,

anna (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband