Það er sárt þegar komið er við kauninn

Það má vissulega segja að Forsetinn hafi komið við kauninn á þingmönnum stjórnarflokkanna. Og það er sárt þegar krukkað er í opið sár.

En hvað var það sem Forsetinn sagði? Eru einhver ósannindi þar að finna?

Hann skammaði Gordon Brown fyrir að setja hryðjuverkalög á Landsbankann, lög sem sjálfkrafa gengu yfir alla Íslendinga, hvort sem þeir voru eigendur þess banka eða ekki. Þar setti Brown Ísland og alla þegna þess við hlið Al Queda og annara hryðjuverkasamtaka. Þessar skammir Forsetans voru löngu tímabærar og áttu að sjálfsögðu að koma frá stjórnvöldum. En aumingjaskapur þar á bæ kom í veg fyrir það.

Það sem Forsetinn sagði um EFTA dómstólinn var sannleikanum samkvæmt. Hann bennti á að ekki gæti komið bindandi dómur frá þeim dómstól, að dómstóllinn gæti ekki lagt fram skaðabótakröfur. Þetta hefur marg oft komið fram, bæði frá löglærðum mönnum hér innanlands sem og frá þeim sem við dómstólinn starfa. Þarna var hann ekki að segja neitt nýtt.

Það er svo aftur umhugsunarefni hvers vegna formaður utanríkismálanefndar og þingflokksformenn beggja stjórnarflokkanna bregðast svo harkalega við þessum ummælum Forsetans. Er hugsanlegt að stjórnvöld séu nú þegar búin að gera samkomulag um að greiða samkvæmt ströngustu kröfum Breta og Hollendinga? Að í raun sé einungis verið að bíða eftir fyrirfram ákveðinni niðurstöðu dómstólsins svo hægt sé að hrinda því samkomulagi af stað?

Það kæmi ekki á óvart þó eitthvert slíkt samkomulag hafi verið gert. Það eru margir þingmenn stjórnarflokkanna sem enn eiga erfitt með að sætta sig við þá útreið sem ríkisstjórnin fékk frá landsmönnum í báðum icesave kosningunum.

Það er rétt sem Sigmundur Davíð segir, ríkisstjórnin vanrækir hlutverk sitt. Ekki bara í vörnum fyrir landið á erlendri grund, heldur einnig á öllum sviðum hér innanlands. Sá árangur sem þó hefur náðst frá hruni má fyrst og fremst þakka þjóðinni. Hún hefur staðið af sér þær skelfingar sem ríkisstjórn Jóhönnu hefur lagt á hana. Árangurinn er þrátt fyrir þessa ríkisstjórn.

Nú nálgast kosningar. Pandórubox ríkisstjórnar Jóhönnu hefur verið opnað og hryllingurinn vellur út. Fylgi stjórnarflokkanna hrynur og líkur á að annar þeirra þurkist út af þingi í vor. Þessir tveir flokkar hafa unnið gegn þjóðinni allt þetta kjörtímabil, og því liggja þeir nú lamaðir með svöðusár. Því er von að þingmenn þeirra æmti þegar komið er við kauninn.

 


mbl.is „Ríkisstjórnin vanrækti hlutverk sitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu Gunnar, og þetta væl frá Stjórnarmönnum segir okkur að eitthvað hafa þeir að óttast...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.1.2013 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband