Verðtryggingar Gylfi tjáir sig

Gylfi Arnbjörnsson segir að "allir hugsi verðtryggt". Það er nokkuð grimmt af manni sem er einn harðasti maður verðtryggingar að saka aðra um slíkann hugsanahátt.

Vissulega hefur Gylfi margt til síns máls, þegar hann hallmælir þessari "verðtryggingarhugsun" og ákall hans eftir nafnvöxtum er vissulega þakkarvert. En hvað með lífeyrissjóðina? Hafa þeir einir rétt á verðtryggingu?

Það sér hver maður að verðtrygging, sama í hverju hún felst og sama hver nýtir sér hana, er ávísun á verðbólgu. Þetta er eina sjálfvirka kerfið til að halda uppi verðbólgunni. Því ber að afnema verðtrygginguna og það strax.

Verðtryggingin ein og sér myndar verðbólgu, eins og Gylfi bendir á. Þar breytir einu hvort sú verðtrygging er vegna hugsanaháttar eða bundin lögum. Hún virkar alltaf eins. Forsenda þess að hægt sé að útrýma verðtryggingu úr hugsanahætti fólks er að afnema hina lögbundnu verðtryggingu. Meðan hún er við lýði er ljóst að hin huglæga verðtrygging lifir.

Því ætti Gylfi Arnbjörnsson að snúa sér að næsta spegli og krefja Gylfa Arnbjörnsson um afnám verðtryggingar.

 


mbl.is „Allir hugsa verðtryggt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband