Um 200 manns
20.1.2013 | 10:38
Það getur varla talist "allmargir", sem mæta á útifund, þegar fjöldinn nær varla 200 manns. Auðvitað má kannski segja, í þessu tilviki, að það sé allstór hluti þeirra sem eru trúir því máli sem þarna var fundað um, sem mættu á staðinn.
Stjórnlagaráðsmenn, margir hverjir, fara mikinn. Þeir blása á allar athugasemdir með þeim orðum að ekki sé hægt að eltast við slíkann tittlingaskít. Þeir segja Forsetann vanhæfann til að fjalla um málið opinberlega, þar sem stjórnarskrán snýr að honum. Þeir vilja ekki að Alþingi fjalli um málið, einungis komi einföld afgreiðsla frá því, sennilega á sömu forsendum, að Alþingi sé vanhæft vegna þess að stjórnarskráin snýr að því.
Þá er spurningin hvort þetta fólk telji ekki að þjóðin sjálf sé vanhæf um að ræða þetta mál, stjórnarskráin snýr vissulega að þjóðinni. Er þá ekki alger óþarfi að kjósa um þessar tillögur stjórnlagaráðs? Er ekki nægjanlegt að það alvitra fólk sem ráðið skipaði ákveði þetta bara upp á eigin spýtur?
Ef athugasemdir fræðimanna skipta ekki máli, aðkoma Forseta og Alþingis er bönnuð, hvers vegna ætti þá þjóðin að vera skipta sér af verkum þessara "vitringa"?
Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.