Skil ekki rök Pedra

Ég verð nú að segja að ég átta mig eki alveg á því hvað Cristian Dan Pedra er að fara, skil ekki hans málflutning og rök. Því miður.

„Sú staðreynd að við ákváðum að taka erfiðustu kaflana fyrir í lokin er mjög góð lausn," sagði Pedra.

Hann segir að þetta gefi meiri tíma til að ræða þessa erfiðu kafla. Einhvern veginn finnst mér eins og þessi fullyrðing hans gangi ekki upp. Hvernig getur orðið meiri tími til að ræða erfiðu kaflana ef þeir eru ekki teknir til umræðu fyrr en undir lokin? Þessi rök skil ég ekki.

Mín kynni af samningsgerð er einmitt á hinn veginn, að erfiðu málin eru tekin til umræðu fyrst, einmitt til að hafa nægann tíma til þeirra. Auðveldu málin látin bíða og stundum tekin inn á milli, ef einhverjar tafir eru á þeim erfiðu. Þá er sú aðferð einnig skilvirk að því leyti að ef ekki næst saman um erfiðu málin er hægt að hætta frekari tilraunum við gerð samnings.

Það er ljóst að aðild okkar að ESB veltur fyrst og fremst á því hvort ESB er tilbúið að fara á svig við eigin lög og leifa okkur að halda yfirráðum yfir okkar lögsögu og stjórn á veiðum innan hennar. Einnig mun afstaða ESB til krafna okkar í landbúnaðarmálum skipta þar miklu. Önnur mál eru minniháttar og ef hægt er að ná saman í þessum erfiðu málum er ljóst að önnur verða leyst. Ef ESB er tilbúið að breyta sínum lögum svo samið verði um sjávarútvegsmál og landbúnað, er ljóst að önnur mál sem við viljum einhverjar undanþágur frá ættu að vera auðleyst.

Það þarf að koma skýrt fram hverjir það voru af hálfu Íslands sem samþykktu þessa leið. Allir þeir ráðamenn þjóðarinnar sem tjáð sig hafa um ferlið, hafa haldið því fram að þeir hafi lagt áherslu á að þessir kaflar yrðu teknir til umræðu sem fyrst. Jafnvel utanríkisráðherra hefur talað á þennan hátt. Ef þeir geta ekki einu sinni komið þessu í gegn, hvernig er þá hægt að treysta þeim í sjálfum viðræðunum?

Er þá einhver von til að þeim takist að fá ESB til að fara á svig við eiginn lagabálk, svo einhverjar undanþágur fáist fyrir Ísland?

 


mbl.is Erfiðu kaflarnir ræddir síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Ef eðlilega hefði verið staðið að þessarri umsókn þá hefði verið farið í að semja um erfiðustu kaflana fyrst eða mjög fljótt, því ef ekkert vit væri í þeim köflum væri engin ástæða að halda þessu ferli áfram, en þessu var hvolft á haus til að vinna sér inn tíma, geta komið styrkjunum inn í landið, kaupa ESB velvild.

Ólafur Ingi Brandsson, 9.1.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband