VG er að þurkast út
8.1.2013 | 10:25
Þá er ljóst hverjir bjóða sig fram fyrir VG í NV kjördæmi. Lilja Rafney, sem er víst þingmaður flokksins í dag er þar efst á blaði. Hún á það sammerkt með öðrum frambjóðendum að vera lítt kunn hinum almenna kjósanda. Hefur haldið sig með veggjum innan Alþingis og passað sig að styggja ekki hinn bráðgeðja formann síns flokks.
Þeir tveir menn sem áttu sigur flokksins í síðustu kosningum verða ekki í framboði fyrir hann nú. Annar flúði fljótlega úr flokknum yfir í annan, þegar formaðurinn tók af áfergju að svíkja þau loforð sem borin voru fyrir kjósendur. Hinn hefur reynt að berjast hetjulegri baráttu gegn þessum svikum formannsins, en hefur nú gefist upp. Það er erfitt og lýjandi að reyna að koma viti fyrir þá sem ekki kæra sig um slíka kosti!
Lilja Rafney mun því telja sig örugga um þingsæti í fyrsta sæti flokksins í komandi kosningum. En mun öryggi hennar vera svo tryggt?
Átta í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.