Hagfræðingur / sérfræðingur
6.1.2013 | 12:56
Nú hefur mbl.is birt 3 fréttir af viðtali við Arnar Sigurðsson í spjallþættinum Viðskipti með Sigurði Má. Ýmist er Arnar titlaður hagfræðingur eða sérfræðingur á fjármálamarkaði. Titilinn einn sér segir svo sem ekki mikið, en kannski skemmtilegra að fréttamenn fari með rétt mál, eða a.m.k. nefni manninn eins í öllum fréttum.
Megin þemað hjá Arnari er að gera lítið úr öllu því er snýr að fjármálamarkaði og ekki er einkavætt. Greinilegt að hann talar þar fyrir einkaframtakinu og vill að öll fjármálastarfsemi flytjist til þess, sama hvaða nafni hún nefnist. Ekki hefur hann þó enn sagt að ríkissjóð skuli einkavæða, en ekki kæmi á óvart þó sú skoðun hlypi af vörum hans.
Það er þó merkilegt við málflutning þessa hagfræðings/sérfræðings að hann kemur alltaf að sömu niðurstöðunni, verðtryggingin er til alls ills, er rót vanda allra sem við vanda búa, fjárhagslega. Ekki er víst að þetta sé viljandi gert hjá honum, kemur sjálfsagt í ljós þegar haldið verður áfram að flytja fréttir af þessu "merkilega" viðtali.
Það verður svo gaman að fylgjast með því hvort honum áskotnist fleiri titlar á fréttastofu moggans.
![]() |
Óæskilegar eignir lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.