Afrek Jóhönnu og Steingríms eru vissulega mikil

Auðvitað hæla Jóhanna og Steingrímur sér, ekki eru svo margir til þess. Um sýn á þrún þjóðmála er aftur vart hægt að rífast og árangur stjórnvalda er öllum ljós.

Vissulega er ástandið nú betra en vorið 2009, þó það nú væri. Það er þó ekki stjórnvöldum að þakka, heldur þrátt fyrir þau. Allar aðgerðir stjórnvalda, allt þeta kjörtímabil, hafa miðast að aukinni vansæld fyrir þjóðina. Hvort sá viðsnúningur sem orðið hefur er jafn mikill og Jóhanna og Steingrímur fullyrða, má efast. En viðsnúningur hefur orðið, um það efast enginn.

Gengdarlausar skatthækkanir samfara óstöðugleika og væringa innan stjórnarheimilisins hefur orðið til þess að engin uppbygging hefur orðið, hvorki í þeim avinnugreinum sem skaffa gjaldeyristekjur, né annari atvinnuuppbyggingu. Undantekning er þó hvað varðar störf í ferðaþjónustu og nefndarstörfum (blýantsnagara) fyrir stjórnvöld. Það hefur verið ráðist hart gegn þeim þrem meginstoðum atvinnugreina er mestan gjaldeyri skaffa, sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa lýst stríði á hendur atvinnulífsins. Atvinnuveitendur hafa reyndar aldrei verið  í uppáhaldi þessarar ríkisstjórnar, en þegar hún réðst gegn launþegum einnig var vissulega brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Stjórnvöld hafa ítrekað gert undirritaða samninga, bæði við stórfyrirtækin og aðila vinnumarkaðsins, en brotið þá samninga jafn harðan. Þá hafa loforð floti út um dyr stjórnarráðsins í stríðum srtaumi, en efndir eru engar.

Hver tilraunin af annari, til að gera eymd þjóðarinnar enn verri, hefur verið reynd af stjórnvöldum. Þjóðinni hefur, með aðstoð Forseta, tekist að afstýra sumum þeirra, stjórnarandstaðan með aðstoð skynsamra stjórnarlið, öðrum. Enn liggja nokkur slík mál fyrir Alþingi og er ætlun stjórnvalda að keyra þau með offorsi og yfirgangi í gegnu þing fyrir kosningar. Ætlun stjórnvalda er að valda sem mestum skaða áður en hún hröklast frá. 

Það einstaka mál sem þó hefur mestum skaða valdið, er aðildarumsóknin að ESB.

Fjárhagslegt tjón er orðið nokkuð, þó varla sé hægt að tala þar um mikinn skaða. Skaðinn felst fyrst og fremst í tvennu; ósætti innan stjórnaheimilisins og ósætti meðal þjóðarinnar. Þessi ákvörðun lamaði ríkisstjórnina strax á fyrstu dögum hennar og gerði hana í raun starfsstjórn. Meðal þjóðarinnar eru sterkar skoðanir á því hvort aðild að ESB sé okkur hagsæl, bæði með og á móti. Að taka upp mál sem þjóðin hefur svo skiptar skoðanir um,  án aðkomu hennar og valda með því klofning meðal þjóðarinnar, á tímum þegar samstaðan skipti öllu máli, ber merki um algera heimsku og raunar vandséð hvaða hvatir liggja að baki slíkri ákvörðun.  Þetta málefni hafði engann forgang í uppbyggingu landsins eftir hrunið. Það er ekkert sem segir að orsök hrunsins hafi verið vegna þess að við vorum ekki í ESB, þvert á móti. Þá verður ekki með neinum rökum sagt að aðild muni hjála okkur á neinn hátt að vinna okkur út úr þeim vanda. Það sannast best á meðferð sambandsins á þeim ríkjum innan þess og eru í fjárhagslegum vanda.

Mestu skiptir þó og mesti skaðinn er sá, að þjóðinni hefur verið att gegn sjáfri sér.

Það er þó einn hópur í þjóðfélaginu sem stjórnvöld hafa stutt og staðið með. Það eru fjármagnsöflin. Banka og lánastofnanir og þau 2% þjóðarinnar sem eiga 98% af innistæðufé, hafa getað verið róleg. Þar hefur þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við norræna velferð, jafnaðarmennsku og á tillidögum sem varðliða öreiganna, staðið traustum fótum.

Þegar kemur að fólkinu í landinu og fyrirtækjunum sem skaffar því vinnu, hafa þessi sömu stjórnvöld hlaupið í felur. Fjölskyldur eru bornar á götuna, sem aldrei fyrr. Fyrirtæki draga saman og sum neyðast til að loka. Það er skorið niður í grunnþjónustunni, sérstaklega á heilbrigðisgeiranum. Nú er svo komið að sjúkrahús landins eru vart starfhæf og Landspítalinn horfir fram á hrun. Aldraðir og öryrkjar haf þurft að taka á sig meiri hlutfallslega skerðingu en nokkur annar hópur í þjóðfélaginu, á sama tíma og þessir hópar hafa þurt að taka á sig aukinn kostnað vegna lyfja og læknishjálpar, þar sem slík þjónusta fæst á annað borð.

Jóhanna og Steingrímur hæla sér, hæla sér fyrir öll ósköpin. Til þess að réttlæa slíkt hól hafa þau hóp "sérfræðinga" á sínum vegum. Þeim hefur tekist að sýna framá að atvinnuleysið minkar, hagvöxtur eykst og halli ríkissjóðs minnkar hratt.

Samkvæmt þeirri mælistiku sem þessir "sérfræðingar" stjórnvalda nota mun atvinnuleysi minnka um 20% nú um áramótin, ekki vegna þessað fólk fær vinnu, heldur vegna þess að því verður kastað af atvinnuleysisskrá.  

Hagvöxturinn sem "sérfræðingarnir" hafa fundið er skapaður með kreditkortum. Engin verðmætasköpun liggur að baki. Það getur verið að fræðilega sé hægt að tala um slíkann hagvöxt, en það sér hver mannsbarn sem hefur gengið í barnaskóla að enginn hagur hlýst af því. Það mun koma að skuldadögum.

Halli ríkissjóðs, sem reyndar er mun meiri en spár gerðu ráð fyrir, er minnkaður með erlendum lántökum. Það er ekkert í stjórnkænsku stjórnvalda sem liggur þar að baki. Meðan þjóðin borgar marga tugi milljarða í vexti af erlendum lánum ríkisjóðs, skiftir litlu máli hver halli á rekstri hans er í bókhaldi.  Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að stjórnvöldum hefur aldrei tekist að halda sig við fjárlög, allt kjörtímabilið og litlar líkur á að það takst nú á kosningaári, þegar þau kaupa sér atkvæðin.

Þessi ríkisstjórn hóf sinn feril með góðum meirihluta á Alþingi. Fljótlega fór að kvarnast úr þeim meirihluta og kannski það mál sem stæðstann hlut á í því aðildarumsóknin. Á haustdögum féll svo þessi meirihluti og verður ræikisstjórnin nú að reiða sig á hjálp frá Hreifingu og tveim utanflokks þingmönnum. Stjórnin hefur því tryggt sig gegn vantrausti, en verður að stunda hrossakaup til að koma sínum málum fram. Jafnvel hrossakaupin virðast vera að bregðast stjórninni, eins og einhver undarlegasta uppákoma í atkvæðagreiðslu á Alþingi, nú fyrir jól, sýndi.

Jóhanna og Steingrímur hafa vissulega sýnt hversu þau eru megnug.

Þeim hefur tekist að gera stjórn með góðann meirihluta að minnihuta stjór. Þeim hefur tekist að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar. Þeim hefur tekist að skapa þvílika úlfúð milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins, að annað eins á sér vart fordæmi hin síðari ár. Þeim hefur tekist að rústa hér heilbrigðiskerfinu. Þeim hefur tekist skerða kjör aldraða og öryrkja og koma þeim hópum nánast á vergang. Þeim hefur tekist að tefja hér fyrir allri uppbyggingu og framþróuin svo ekki er séð fyrir endann á þeim ósköpum. Þeim hefur tekist að koma fjöda fjölskyldna á götuna. Fleira má telja.

Þá hefur Jóhönnu tekist það ómögulega, að kljúfa flokk sem hefur einungis eitt stefnumál, sinn eiginn flokk, Samfylkingua.

Afrek Steingríms er þó öllu stærra. Honum hefur ekki einungis tekist að kljúfa sinn flokk, heldur hefur honum tekist að hrekja nánast alla kósendur hans burt frá flokknum og horfir nú fram á að verða örflokkur að loknum næstu kosningum. Örflokkur sem hugsanlega gæti orðið án alþingismanns næsta vor.

Annan eins afrekalista er vart hægt að hugsa sér og að koma þessu öllu í gegn á einu kjörtímabili, er sennilega heimsmet.

 


mbl.is Ólík sýn á þróun þjóðmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband