"Guðs gjöf" Össurar

Sigrún Davíðsdóttir launar vel þá fríu skemmtiferð sem hún, ásamt nokkrum öðrum sérvöldum fréttamönnum,  urðu aðnjótandi úr sjóðum ESB, til Brussel.

Í Spegli RUV var hún með ýtarlegt viðtal við Össur Skarphéðinsson um dýrðina þar syðra og eystra. Ekki bar á gangrýni á neinn hátt af hennar hálfu í spurningum til ráðherrans, frekar eins og hann hafi rétt henni blað með "réttum" spurningum, áður en viðtalið var hljóðritað.

Fátt merkilegt kom þó fram í máli ráðherrans og þuldi hann sömu rullu aftur, sem allir landsmenn þekkja. Þó var athyglisverð sú "guðs gjöf" sem hann nefndi og taldi vestfirðinga, íbúa norðurlands eystra og austfirðinga verða aðnjótandi að, ef við gengjum í ESB. Hann taldi slík jaðarsvæði eiga hauk í horni hjá ESB, að sérstaklega væri því sambandi umhugð um slík jaðarsvæði. Þetta mætti marka af styrkjastefnu sambandsins.

Þetta er alveg ný nálgun ráðherrans og gaman væri að vita hvort íbúar Írlands, sem búa t.d. í dreyfbýli vesturstrandarinnar sé þessu sammála, eða íbúa norðurhéraða Svíþjóðar og Finnlands, þar sem allir styrkir eru háðir því að alger stöðnun ríki. Ef einhverjum dettur í hug að setja þar á stofn fyrirtæki sem hugsanlega ber sig, eða einhver bóndinn tekur upp á fjölga hjá sér bústofni eða þróa sinn búskap svo hann gefi meira af sér, getur viðkomandi hérað dottið út af styrkjalista ESB.

En gott og vel, segjum nú að ráðherrann fari með rétt mál, svona til tilbreytingar. Geta þá stjórnvöld hér heima ekki allt eins ákveðið að taka upp slíkt styrkjakerfi hér heima? Hver eru rökin fyrir því að senda peninga fyrst út til Brussel og fá þá síðan til baka, að undaskildum þeim hluta sem kvarnast af fjárhæðinni í meðferðum kontórista sambandsins? Það er ljóst að við munum þurfa að greiða meira til ESB en sem nemur því sem við getum sótt þangað. Hvers vegna er þá ekki allt eins gott að taka þá fjármuni sem okkur er ætlað að greiða þangað og setja í sjóð hér heima. Sá sjóður gæti svo úthlutað þeim peningum að hætti ESB, en við myndum losna við þann millilið sem er svo dýr, sambandið sjálft?

Það er vægt til orða tekið að segja að Vilborg hafi farið mildum höndum um Össur, í þessu viðtali. Þjónkun fréttastofu kom svo hressilega í ljós í því viðtali sem á eftir kom, í Speglinum. Að vísu annar fréttamaður sem þar leiddi, en þjónkunin sú sama. Þar var rætt vð Ragnheiði Elínu Árnadóttur um tillögu meirihluta utaríkismálanefndar um að umsóknarferlið skuli stöðvað og ekki hafið aftur nema vilji þjóðarinnar liggi fyrir. Þarna var ekki dregið af sér í gagnrýnum spurningum. Fréttamaður fór um víðann völl í tilraun til að gera sem minnst úr þessari tillögu. Það tókst þó ekki þó viljinn hafi verið sterkur.

Því nær sem dregur að endalokum þeirrar vitleysu sem hafin var í júli 2009, þegar þingið var nauðgað til samræðis við ESB, gerist fréttastofa RUV sífellt herskárri gegn þeim sem vilja enda það ferli, herskárri gegn meirihluta þjóðarinnar. Þetta á að heita Útvarp þjóðarinnar, en er í raun útvarp Samfylkingar og ESB. Það kom því ekki á óvart að sá "fréttamaður" stofnunarinnar sem harðast hefur barist fyrir aðildamálinu og flutt flesta lofpisstla um ESB, skyldi verða valinn í hóp þeirra sem fengu skemmtiferð til Brussel. 

Hugasanskekkja ESB er þó mikil með slíku vali. Ef þeir vilja hafa áhrif á umræðuna hér heima um aðildarviðræðurnar, hefðu þeir átt að bjóða til sín þeim sem mest hafa gagnrýnt það ferli og gera tilraun til að snúa þeim. Að bjóða til slíkrar skemmtiferðar þeim sem eru hollastir málstaðnum, er eins og að gefa þeim kálfinum mest að éta sem stæðstur og sterkastur er, en halda hinum sem renglulegri eru frá heyinu.  En það er ekki von til að ESB skilji slíkt. Þar ríkir hugarfar Loðvíks 16., sem hlustaði frekar á sín hirðfífl og tók mark á þeim, að því þeir fluttu þann boðskap sem kóngnum líkaði. Harmakvein alþýðunnar heyrði hann aldrei, einungis fögnuðinn er honum hafði verið steypt af stóli.

Eins mun vera með þessa ríkisstjórn. Hún mun aldrei heyra harmakvein fjölskyldna landsins, meirihluta landsmann, en hugsanlega heyrir hún fagnaðarlætin í vor, þegar endi hefur verið gerður á setu þessa fólks í stjórnarráðinu og aðildarumsóknin dregin til baka. 

Hirðfífl ríkisstjórnarinnar munu þá lítils mega sín, hvort sem þau titla sig fræðinga við æðstu menntastofnun landsins eða þykjast flytja fréttir í útvarpi landsmanna. 

 

 


mbl.is Füle: Talsverður árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. 

Atvinnuleysi innan ESB ríkjanna er nú að meðaltali 11,6% en var 10% fyrir ári síðan. Atvinnuleysi á Spáni og Grikklandi hjá þeim eru undir 25 ára er yfir 50%. Glæsilegt?

ESB skiptir sér kinnroðalaust af innanríkismálum landa og beitti okkur t.d. kúgun í sambandi við Icesave, þá gat framkvæmdastjórnin ekki einu sinni farið eftir eigin reglum.

Framkvæmdastjórnin spáir 0,1% hagvexti á öllu svæðinu á næsta ári. Glæsilegt?

Skuldastaða ríkja innan ESB heldur áfram að versna vegna þess að efnahagslíf þeirra stækkar ekki. Margir flýja frá svæðinu, sérstaklega frá Írlandi og Grikklandi sem aftur þýðir minni skatttekjur.

ESB er skrifræðisbákn og endurskoðendur fást ekki til að samþykkja ársreikninga framkvæmdarstjórnarinnar. Framkvæmdastjórnin vill auka fjárframlög til sín en leggur jafnframt að aðilarríkjum að þau spari. Sér enginn hræsnina í þessu? 

Við erum heldur ekkert á leiðinni að taka upp evru á næstunni. Kannast aðildarsinnar ekki við Maastricht skilyrðin?

Hvað er það í pakkanum sem við þurfum að kíkja á? Atvinnuleysið? Lítinn hagvöxt? Skrifræðisbáknið?

Helgi (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband