Það er nýtt að Steingrímur hræðist "munnbrúk".

Það er langur vegur milli þess að vera með "munnbrúk" og að standa vörð þjóðarinnar. En það er varla von að Steingrímur þekki þau mörk, hann þekkir bara "munnbrúk". Hann er sá þingmaður síðustu 30 ára sem hefur látið ljótustu orðin falla á Alþingi og sá þingmaður sem oftast grípur til þeirra meðala á þeim vettvangi. Að standa vörð þjóðarinnar er honum vissulega framandi.

Damanaki er yfirmaður sjávarútvegsmála hjá ESB. Hún segir nú að engar tillögur til lausnar hafi komið frá Íslendingum í makríldeilunni. Hún er ekki að segja þetta í þröngum hóp, heldur  lætur hún þessi orð frá sér á opinberum vettvangi.

Nú vitum við, almenningur þessa lands, ósköp lítið hvað sagt er eða hvaða tillögur eru ræddar, bæði í þessari makríldeilu sem öðrum samskiptum við ESB. Því vitum við ekki hvort Damanaki er að segja satt, eða hvort um lygi er að ræða frá henni. Meðan þessu er ekki svarað fullum hálsi, á réttum stað, er ekki hægt annað en að líta sem svo að orð hennar séu sönn, að engar tillögur af hálfu Íslands hafi verið lagðar fram í þessari deilu.

Ef, hins vegar það er satt sem sagt var í fréttum í haust, að íslenska sendinefndin hafi teigt sig eins langt og hún treysti sér, að lagðar hafi verið fram tillögur til lausnar þessarar deilu, ber að svara ESB og Damanaki fullum hálsi. Það kallast ekki "munnbrúk", heldur varðstaða um sannleikann og varðstaða um rétt Íslands!

Kanski er sannleikur svo framandi Steingrími að hann viti ekki hvernig hann á að snú sér þegar honum ber að verja hann. Kannski er íslenska sendinefndin svo slöpp, eða hefur svo takmarkað umboð frá stjórnvöldum, að hún geti ekki eða megi ekki leggja fram tillögur til lausnar deilunni. Að stjórnvöld hræðist að slíkar tillögur gæti styggt ESB!

 


mbl.is Ekki rétt að vera með „munnbrúk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hann kyssir lappirnar á ESB á sama tíma og hann traðkar á Þjóðnni sinni og hann gerir sér ekki grein fyrir því að allan og þá meina ég allan trúverðugleika er hann búinn að missa og það er leit að Íslendingum sem trúa orðum hans...

Þannig að þegar uppi er staðið þá trúa margir Íslendingar frekar þeim orðum sem koma frá ESB mönnum en Steingrími...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2012 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband