Eru fræðingarnir á einhverjum villigötum ?

Getur verið að fiskifræðingarnir okkar séu á einhverjum villigötum. Um allt land er kvartað undan mikilli gengd ýsu, inn um alla firði og flóa. Samt tókst fræðingunum ekki að finna þennan fisk og mæltu með samdrætti í útgáfu heimilda til veiða á ýsu.

Getur verið að fræðingarnir hafi verið að leyta ýsunnar á röngum stað? Er hugsanlegt að gengd hennar hafi breyst við hlýnun sjávar og fræðingarnir ekki áttað sig á því?

Í öllu falli eru sjómenn í vanda. Þeir geta ekki aflað þess fiskjar sem þeir hafa kvóta fyrir, vegna þess að ýsan er allstaðar fyrir, en þeir hafa mjög takmarkaðann kvóta fyrir hana, svo takmarkaðann að flestir eru að verða búnir með hann.

Það liggur fyrir að sjómenn verða að grípa til þess eina ráðs sem þeir eiga eftir, að kasta þessum fisk frá borði. Það er auðvitað sárt, þarna er um mikil verðmæti að ræða. Þá getur slíkt brottkast varla verið í anda skynsamrar nýtingar sjávarafurða. En hvað annað geta sjómenn gert, þegar kvótinn er upp urinn af þessari tegund og þeir eiga eftir mikinn kvóta annara tegunda? Hvernig eiga þeir að veiða þá fiska sem þeir hafa heimild til, þegar varla er hægt að dýfa færi í sjó án þess að ýsan komi á það? Að koma með fisk í land sem er utan kvóta, er ekki í boði. Sektirnar og jafnvel fiskveiðibann útiloka slíkt.

Það er kannski kominn tími fyrir fræðingana að skreppa á sjó?

 


mbl.is Geta ekki róið á hefðbundna slóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo eru þeir á fullum launum. Það eru fleiri sem gera mistök en stjórnmálamenn!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband