Vissu ekkert, heyrðu ekkert og sögðu ekkert

Stórnendur gömlu bankanna?Er nema von að illa hafi farið fyrir bönkum landsins. Þar virðist hafa verið upp til hópa fólk sem ekkert vissi hvað var að gerast í bönkunum, fólk sem fékk margfallt meiri laun á hverjum mánuði en verkamanni tækist að vinna sér inn á heilli starfsævi! Og okkur almenningi var talin trú um að "ábyrgð" þessa fólks væri svo mikil og því nauðsynlegt að greiða því svo há laun. Laun sem voru utan þess raunveruleika sem 99,9% þjóðarinnar þekkti!

Nú kemur í ljós að þetta ofurlaunaða fólk, sem bar svo mikla ábyrgð, man ekki neitt, vissi ekki neitt og sagði ekki neitt. Allt bara byggt á misskilning, sem þetta ofurlaunafólk vissi þó ekki í hverju fælust!!  Hvar er ábyrgðn nú sem þjóðinni var talin trú um að þetta fólk bæri? Hvert fór ábyrgðin?

Við vitum hver borgar skaðann. Það eru ekki þessir ofurlaunþegar með alla sína ábyrgð, skaðinn fellur á þjóðina, láglaunafólkið, aldraða og öryrkja jafnt þá sem betur eru staddir. Þar sleppur enginn nema ofurlaunþeginn!!

 


mbl.is Dagur spurninga dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sorglegt en rétt

Magnús Ágústsson, 4.12.2012 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband