Það er eitthvað vitlaust gefið
29.11.2012 | 18:48
910 gjaldþrot á tíu mánuðum, 91 að meðaltali á mánuði! Vissulega fækkun frá því í fyrra, en er það einhver réttlæting? Er ásættanlegt að hér sé að meðaltali gerð upp 91 fyrirtæki á mánuði?
Á meðan telja olíuinnflutningsfyrirtækin sinn gróða í milljörðum og bankar og lánastofnanir í tugum milljarða!!
Fjölskyldur landsins eru svo fórnarlömbin. Þegar fyrirtæki fer í þrot missir fólk vinnu, stundum einu fyrirvinnu fjölskyldunnar. Sá óhóflegi gróði sem olíufélögin og bankastofnanir safna, er sóttur í vasa fjölskyldna landsins. Olíufélögin eru ríki í ríkinu og stunda grímulaust verðsamráð og bankar og lánastofnanir byggja sinn hagnað á því að liggja sem ormar á þeirri niðurfærslu lánasafna er færð voru til þeirra við stofnun. Niðurfærð lánasöfn sem þeir rukka svo fjölskyldur landsins að fullu.
Þar er eitthvað rangt gefið. Það er ljóst að í landinu er enn mikið fjármagn, því er bara vitlaust skipt.
Fjölskyldur og fyrirtæki sitja uppi með jókerinn, en bankarnir halda öllum trompum!!
Gjaldþrotum fækkar um 31% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.