Svo uppskera menn sem þeir sá

Svo uppskera menn sem þeir sá. Uppskeran úr garði Björns Vals er rýr, nánast engin. Nú getur hann farið að leita sér að nýrri vinnu, hugsanlega aumkar einhver útgerðamaður sig yfir hann og lætur hann fá pláss á dalli. Frekar er það þó ótrúlegt, þar sem blessaður maðurinn hefur ekki beinlínis borið útgerðarmönnum gott orð, hvorki á þingi né í fjölmiðlum. Líklega gæti reynst erfitt fyrir Björn Val að fá vinnu á Íslandi, eftir þessa ósköp sín á Alþingi.

Lærifaðirinn og sá sem hafur mest not haft af Birni Val, Steingrímur Jóhann, á eftir að vitja sinnar uppskeru. Hann þurfti ekki að verja sína stöðu í forvali, setti sjálfan sig einfaldlega í efsta sætið í norðausturkördæmi. Hans uppskera verður þó ekki ljós fyrr en að vori, þegar kosningar verða haldnar. Uppskera Steingríms verður litlu meiri en lærisveinsins, enda sama útsæðið notað og sömu vinnubrögð.


mbl.is Katrín efst en Birni Val hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru með bestu fréttum úr íslenskri pólitík í langan tíma. Nú þarf bara að koma Ólínu Þorvarðar út og þá verður kannski aftur starfhæft á Alþingi.

Björn (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 00:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.11.2012 kl. 00:16

3 identicon

Kannski þegir Björn Valur nú þegar búið er að hafna honum !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband