Aukið beint lýðræði í kosningum ?
19.11.2012 | 08:01
Mikið hefur verið rætt um að auka þurfi lýðræðið í landinu og var þetta ein af meginatriðum svokallaðs stórnlagaráðs, þegar það tók sér það vald að mistúlka lög og semja nýja stjórnarskrá. Reyndar efast menn að sú niðurstaða sem ráðið komst að til að auka lýðræðið gangi yfirleitt upp, að það muni flækjast enn meir.
Nú eru prófkjör flokkanna í fullum gangi. Þar er hið sanna persónukjör, það persónukjör sem stjórnlagaráð reyndi að koma inn í sínar tillögur, með illskiljanlegum hætti. Í prófkjöri getur fólk raðað frambjóðendum á lista, að vísu einungis þá lista sem fólk ætlar að kjósa. Samfylkingin, sem mest talar um beint lýðræði og var í sjálfu sér lengst komin á þeiri braut með því að hafa opin prófkjör, bökkuðu nú í það að einungis skráðir flokksfélagar hafa rétt til uppröðunnar. Þessi flokkur sem berst á hæl og hnakka fyrir "auknu lýðræði" í kosningum, skerðir á sama tíma þá möguleika innan eiginn flokks.
En hver er svo niðurstöður í þessum prófkjörum? Mesta kjörsókn, enn sem komið er, er hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum, þó innanvið 50%. Kjörsókn hjá Samfylkingu er mun minni, jafnel þó kjósendum þar hafi verið gert auðveldara með netkosningu. Sá sem ekki nennir að kjósa fyrir framan tölvu sína, heima í stofu, mun sannarlega ekki nenna á kjörstað.
Er raunverulegur vilji fólks fyrir "auknu lýðræði" í kosningum ekki meiri en þetta? Getur verið að stjórnlagaráð hafi verið á rangri leið? Er hugsanlegt að aukið pesónukjör sé ekki það sem fólk vill?!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.