15 furðuleg lög

Hér kemur listi yfir 15 furðuleg lög, vítt um heiminn. Þessi lög eru öll í gildi.

1. Í Memphis, Tennessee, er konu bannað að aka bíl nema karlamaður gangi á undan og vari aðra vegfarendur við bílnum sé ekið.

2. Í Frakklandi er bannað með lögum að selja dúkkur af "ET". Þar eru lög sem banna að selja dúkkur sem ekki hafa mannsandlit.

3. Í Suður Carólínu er löglegt að eiginmaður berji konu sína, svo fremi að það sé gert á tröppum dómshússins, á sunnudegi.

4. Á Englandi er bannað að deyja í þinghúsinu.

5. Í Washingtonfylki má ekki undir neinum kringumstæðum hafa mök við hreina mey. (Þar með talið á brúðkaupsnótt)

6. Í Victoriu, Ástralíu, má enginn skipta um ljósaperu nema útlærður rafvirki.

7. Í Massachusett er bannað að fara að sofa nema fara í bað fyrst. (Þar eru svo önnur lög sem banna fólki að baða sig á sunnudögum)

8. Í Cannes, Frakklandi, er bannað að bera grímu af Jeery Lee Lewis.

9. Í Bozeman, Montana,  banna lög að kynlíf sé stundað í heimilisgarðinum, eftir sólsetur.

10. Í Ísrael er bannað að bora í nefið, á sunnudögum.

11. Refsing samkvæmt lögum, fyrir að stökkva fram af húsbyggingum í New York, er dauðarefsing.

12. Ef einhver hyggst fremja glæp í Texas, ber honum að tilkynna lögreglu um ætlun sína með minnst 24 klst. fyrirvara.

13. Það er bannað að aka bíl sofandi, í Tennessee.

14. Í Frakklandi banna lög að svín beri nafnið Napóleon.

15. Í Ohio er bannað með lögum að gera fisk drukkinn.

Skrautlegur og skemmtilegur listi. Víst er að nýjasta lagasmíð ESB, þar sem börnum verður bannað að lesa bækur Enid Blyton, mun eiga fullt erindi á hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var reyndar rifjað upp þegar íslendingar mættu tyrkjum í vináttulandsleik  í fótbolta fyrir nokkrum árum síðan að ennþá væru lög í gildi sem kveða á um að tyrkir væru réttdræpir hvar sem til þeirra næðist.Lögin voru sett eftir tyrkjaránið.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband