Að finna upp hjólið - hin nýja skógrækt

Nú stendur Landsvirkjun í svokölluðu rannsóknar- og þróunarverkefni. Verkefnið felst í því að setja upp tvær vindmillur upp á öræfum.

Nú er það svo að vindmillur til raforkuframleiðslu eru til um allan heim og hafa verið í ansi mörg ár. Því ætti að vera komin öll sú þekking sem þarf um slíkar rafstöðvar. Það ætti því ekki að vera mikið mál að fá upplýsingar frá einhverjum þeirra fjölmörgu sem þessa aðferð nota, jafnvel hægt að fá þær í tölvupósti!

Hvað Landsvirkjun ætlar að rannsaka þarna eða þróa er ekki gott að segja. Það er vitað að vindmillur þola ekki vind yfir ákveðnu marki og framleiðendur þeirra gefa upp þann vindstyrk. Því ætti að duga að mæla hver vindur er þarna upp á öræfum.

En við Íslendingar erum einstakir. Það má aldrei leita til annara um upplýsingar, heldur verður að finna aftur upp hjólið.

Það sem vitað er um vindrafstöðvar er m.a. þetta. Af þeim er sjónmengun, af þeim er hávaðamengun, þær eru fjandsamar fuglalífi og þær þola takmarkaðann vindstyrk. Ekkert af þessu þarf að rannsaka.

Það sem þó vekur ugg er að ef vel tekst til við þessa "tilraun" Landsvirkjunnar, er ætlun fyrirtækisins að setja upp "fleiri" vindmillur við Búrfell og "nokkrar" við Blönduvirkjum. Takist að fá einhvern framleiðanda til að búa til millu sem þolir þann vindstyrk sem Landsvirkjun hefur verið að mæla á svæðinu og gera má ráð fyrir því, er ljóst að "rannsóknin" mun ganga upp. Nú eru settar upp tvær vindmillur, en hversu margar verða þær þegar upp er staðið? Það verður erfitt að stöðva þá þróun þegar hún er hafin og auðvelt að sjá fyrir sér að stór hluti sunnanverðs Sprengisands og stór hluti Auðkúluheiðar verði undirlagðar slíkum vindmilluskógum innan fárra ára.

Þá verður nú gaman að fara með erlenda ferðmann upp á hálendið og sýna þeim dýrðina. Það eina sem fyrir augu ber eru þá risvaxnir skógar af vindmillum, með tilheyrandi hávaða. Samskonar vindmilluskógar og þetta fólk notar sitt frí til að flýja frá í heimalandinu. Fuglalífið verður horfið. 

Hvar eru náttúruverndarsamtök nú?!

Þeir eru svaka smart vindmilluskógarnir!

39_01_1_web

 

 

 

 

 

zephyr1

 

 

 

 

 

 Svona gæti svo kvöldsólin byrst okkur!!

wind-turbine-2


mbl.is Undirstöður vindmyllanna steyptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara kallað svona fínu nafni til að reyna að plata náttúruverndarsamtök.

Það er ótrúleg sjónmengun af svona millum. Hef séð þær víða um lönd. Er alveg undrandi á því að það skuli enginn mótmæla þessu af krafti.

Og hvað svo ef "Rannsóknirnar" gefa hagstæða niðurstöðu fyrir landsvirkjun, verður landið þá þakið vindmillum um ókomna framtíð.

Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir stærðinni á svona millum.

Bammi (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 11:27

2 identicon

Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að rannsaka hvernig vindmyllur nýtast á Íslandi. Ég er nú búsettur í landi vindmyllanna, Danmörku. Hér eru tveir af stærstu framleiðendum vindmylla í heiminum en samt er enn verið að reisa tilraunavindmyllur víða um Danmörku. Að halda því fram að menn viti allt sem vita þarf um vindmyllur er álíka gáfulegt og að segja að við höfum nú fundið upp og fullreynt fullkomnustu tölvu í heimi eða besta bílinn.

Það sem hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga við svona rannsókn er að vindmyllur valda að sjálfsögðu umhverfisspjöllum, þó að mestu afturkræfum. 

Ég hef stundað nám hér í DK í umhverfis- og auðlindahagfræði og þar hefur að sjálfsögðu verið horft mikið til vindmyllanna varðandi raforkuframleiðslu. það sem er nýjast í þessum tilraunum núna er að byrjað er með tilraunir við lageringu á vindorkunni þar sem stærsta vandamál vindmyllanna er að sjáflsögði að þær framleiða ekki rafmagn ef vindurinn ekki blæs.

Ef ég ætti að taka saman í mjög stuttu máli hvað þarf að rannsaka varðandi notkun vindmylla á Íslandi þá er það í meginatriðum, framleiðsluöryggi, umhverfisáhrif og síðast en ekki síst kostnaður við framleiðsluna. Miðað við þær tölur sem ég hef séð þá er framleiðsla rafmagns með vindmyllum 6 til 8 sinnum dýrari en t.d. með vatnsaflsvirkjunum. 

Að mínu mati þá er kostnaðurinn við hvert framleitt megawatt stærsti ókosturinn við vindmyllur. Umhverfisáhrifin eru að mestu afturkræf þar sem um er að ræða sjónræn áhrif og hljóðmengun. Hljóðmengun hefur þó minnkað verulega síðustu ár með þróun nýs gírkerfis í vindmyllunum. Áhrif vindmyllanna á fuglalíf hefur sýnt sig að vera minna en óttast var í fyrstu en þó að sjálfsögðu eitthvað sem beina þarf athygli að í rannsóknum á staðnum.

Án þess að ég vilji vera að aflífa þessar hugmyndir strax í upphafi þá er mitt mat að framleiðslan sé of kostnaðarsöm miðað við aðra valkosti. Gæti hins vegar vel séð fyrir mér framleiðslu á stöðum sem erfitt er að flytja rafmagn til frá öðrum raforkuverum og myndi þess vegna mæla með að þessar tilraunir færu fram t.d. í Grímsey en ekki við Búrfell.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þessi hugmynd ekki hið besta mál?

Á þessum slóðum eru raflínur þannig að fleiri mannvirki geta varla spillt útsýni mikið meira.

Varðandi Grímsey þá er sjávarseltan með miklum vindi tæknilega töluvert vandamál sem þarf að leysa.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.11.2012 kl. 14:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er þróun í smíði vindmilla ekki lokið Hjalti. Þróun er sem betur fer þess eðlis að á henni er enginn endir. Það er svo spurning hvort Landsvirkjun á að standa í slíku þróunarstarfi.

Eins og þú bendir réttilega á þá er hvert framleitt megawatt með vindmillu margfallt dýrara en með vatnsafli. Nýlega gaf forstjóri Landsvirkjunar út opinber yfirlýsingu um að arðsemi vatnsaflsvirkjanna fyrirtækisins væri ekki næg og því undarlegt að ætla að snúa fyrirtækinu að framleiðslu rafmagns með aðferð sem vitað er að er mun dýrari.

Varðandi þróunina, þá eru Bandaríkjamenn komnir langt á þessu sviði. Þeir hafa þó tekið smá vinkil á sinni þróun og í stað hefðbundinna vindmilla með risastórum spöðum, horfa þeir nú æ meir til svokallaðra "vertical windmills". Þannig hefur þeim tekist t.d. að hanna og þróa turn sem fylltur er með slíkum vindmillum, mun minni um sig en hefðbundin vindmilla með því öryggissvæði sem þarf um hana. Þessi turn framleiðir a.m.k. fimm sinnum meira en ein vindmilla og utanum hann er einskonar net til varnar fuglum.

Þessi þróun um nýtingu vindorkunnar er á fullu, enda sjálfsagt að nýta þá orku þar sem það er talið hagkvæmt. Það er þó engin ástæða fyrir Landsvirkjun að sóa fé í slíkt þróunarstarf.

Hugsanlega, einhverntímann í framtíðinni, þegar þróun á þessu sviði hefur náð því að vera samkeppnishæf við vatnsaflsvirkjanir, má skoða hvort hér ætti að fara í að beysla vindinn til raforkuframleiðslu.

Það er nefnilega svo að þó uppistöðulón séu sumum þyrnir í augum og þó slík lón séu óafturkræf og mikið land fari undir þau, þá er enn meiri sjónmengun af vindmillum og framleiðsla með þeirri tækni sem enn er til á því sviði kallar á enn meira landsvæði fyrir hvert framleitt megawatt en vatnsaflvirkjun.

Það var þó fyrst og fremst tvennt sem er gagnrýnivert, varðandi áætlanir Landsvirkjunnar. Fyrst hin þrúgaða þögn sem er hjá þeim sem telja sig vörslumenn náttúrunnar og hitt að Landsvirkjun hefur þegar gefið út að vindmillum verði fjölgað.

Það er liggur beint við að strax að lokinni uppsetningu þessara tveggja verður hafist handa við a.m.k. aðrar tvær. Það gefur auga leið að hagkvæmnin liggur í fjöldanum. Því er verið að fara þarna inn á braut sem erfitt getur verið að snúa af og getur auðveldlega farið úr böndum.

Við eigum næga orku hér á landi, svo fremi að henni verði haldið innan landsteinanna. Því er engin ástæða fyrir þessu brölti.

Það er allt annað þegar bændur setja upp vindmillur til framleiðslu rafmagns fyrir sig. Þeir eru þá að framleiða á móti smásöluverði rafmagns og flutningi þess heim á bæ. Það er mikill munur á þeirri samkeppni og því verði sem Landsvirkjun selur sitt rafmagn á í heildsölu. Það er ekki nema eðlilegt að bændur leiti allra leiða til að lækka þann mikla kostnað sem þurfa til kaupa á rafmagni hér á landi.

Gunnar Heiðarsson, 17.11.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband