Forræðishyggjan ríður röftum í Brussel
16.11.2012 | 09:42
Það er gott að hinir fjölmörgu möppudýra ESB hafi eitthvað að gera, að þeir sitji ekki aðgerðarlausir. En þær fréttir sem nú berast benda eindregið til að verkefnin séu af skornum skammti, nú eða að möppudýrunum hafi fjölgað of mikið. Í það minnsta virðist vera til fólk sem ekki þarf að vinna gegn hruni sambandsins, heldur getur leikið sér.
Nýjustu hugmyndir þessa fólks er að banna barnabækur eins og Hin fimm fræknu, Pétur Pan, Paddington og fleiri bækur. Ástæðan er að þessi möppudýr telja að þessar sögur ali á kvennfyrirlitningu! Hvernig þessi möppudýr komast að þeirri niðurstöðu er mér með öllu óskyljanlegt, en ljóst er að ef það er rétt má banna nánast allar bókmenntir, bæði fyrir börn og fullorðna. Þá er ESB komið á slóðir miðalda!
Það er merkilegt að meðan Evrópa brennur á báli evrunnar, meðan embættismenn sumra ríkja Evrópu geta ekki heimsótt önnur ríki álfunnar án þess að vera grýttir og uppnefndir, meðan þúsundir íbúa landa ESB fylla götur stórborganna til að mótmæla yfirgangi þeirra sem tekið sér hafa öll völd innan sambandsins, í blóðugum bardögum, meðan alsherjar upplausn ríkir innan ESB, skuli vera til möppudýr innan þessa sama sambands sem situr við slíkar reglugerðasmíðar.
Þegar svona er komið, að mikilvægt teljist að banna lestur barnabóka vegna ímyndaðra kynþáttafordóma, á sama tíma og sambandið berst fyrir tilveru sinni, er ljóst að stutt er í alsherjar tilsögn. Að reglugerðir um allt mögulegt og ómögulegt í lífi fólks verði samdar og samþykktar. Þá er stutt í að fólk þurfi skriflegt leifi frá Brussel til að nota eigið klósett!!
Þetta skýrir kannski best ástæður þess hvernig komið er fyrir þeim þjóðum sem hafa ákveðið að setjast á hestvagn ESB. Forræðishyggjan er að drepa sambandið og sundra þeim þjóðum sem að því standa.
Það er merkilegt að hér upp á Íslandi skuli vera til fólk sem vill ganga inn í þetta samband, að hér skuli vera til fólk sem vil láta einhver möppudýr í Brussel segja sér hvaða bókmenntir börn þeirra mega lesa!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.