Verðtryggingin er að draga allan mátt úr þjóðinni
13.11.2012 | 16:28
Það er göfug hugsun hjá Steingrími að ætla að rétta hlut þeirra sem verst standa, barnafólkinu. Því veitir sannarlega ekki af. Kannski hefði verið einfaldara að fara varlegar í skattahækkanir og skerðingar. Þá væri þessi hópur ekki svo illa staddur sem raun ber vitni. Ég sakna þess þó að ráðherrann skuli ekki ætla að hjálpa öldruðum og öryrkjum.
Að hirða allt af fólki, til þess eins að færa því til baka aftur, er sóun á fé. Þetta kallar á alskyns milliliði sem hver vill sitt. Betra er að láta fólk njóta þess sem það aflar. Einfaldasta leiðin til þess er að gæta hófs í skattlagningu. En miðstýring kommúnismans lætur ekki að sér hæða!
En það var þó ekki þetta sem Bjarni var að spyrja ráðherrann um, heldur hitt hvort og þá hvernig stjórnvöld hyggðust taka á vanda þeirra sem eru með stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán. Þar varð lítið um svör hjá ráðherra, enda ekki ætlunin að gera neitt í því máli. Þetta fólk skal bera sínar byrgðar að fullu. Nú þegar það hefur klárað sinn séreignasparnað, bankarnir hafa eignast þeirra hlut í fasteigninni og við blasir eimdin ein, er ljóst að margur lánþeginn hættir að greiða, gefst einfaldlega upp. Þetta fólk hefur, auk þess að greiða af stökkbreyttum lánum sínum, þurft að taka á sig allar skattaálögur stjórnvalda, eins og aðrir. Skattaálögur sem svo aftur hækka lán þeirra!
Það er rétt hjá Steingrími að vegna aðgerða dómstóla hefur myndast verulegt misræmi milli þeirra sem tóku sín lán bundin erlendum gjaldeyri og hinna sem tóku verðtryggð lán. En Steingrímur veit ekki hvernig hann getur lagað það misræmi, hann getur ekki gengið gegn dómstólunum, það hefur verið reynt. Því spyr Steingrímur Bjarna ráða.
Hvað ætlar þá Steingrímur að gera ef þau dómsmál sem nú eru fyrir dómum, um ólögmæti verðtryggðra lána, falli lánþegum í vil?
Er það virkilega svo að í landi hinnar "einu sönnu vinstristjórnar", þeirrar sem boðaði hér norrænt jafnaðarþjóðfélag, skuli fólk þurfa að sækja allan sinn rétt til dómstóla?!!
Stuðningur við skulduga hópa umtalsverður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.