Skýringin er einfaldari og nær

Það er sjálfsagt einhver sannleikur í orðum Stefaníu, að Bjarni glími við "arfleifð hrunsins" og að einhverjir hafi verið að hefna afstöðu hans í icesave málinu. Líklegast er þó skýringin einfaldari og nær, að litleysi og ódugur Bjarna sé ekki að falla fólki í geð. Að hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokks sjái ekki þar þann leiðtoga sem flokkurinn ætti skilið.

Það er hins vegar nokkur skelfing að sjá hversu gott fylgi Ragnheiður fékk og eins er virkilegt umhugsunarefni hversu stórann sigur Vilhjálmur vann. Bæði eru þau heitir aðildarsinnar og að auki er Vilhjálmur einn harðasti maður verðtryggingar á landinu. Þetta vekur upp þær hugsanir hvort flokkurinn muni breyta um stefnu í aðildarmálinu og hver afstaða flokksins muni verða til aðstoðar lánþegum þessa lands, sem hafa þurft að bera meiri byrgðar hrunsins en flestir aðrir í þjóðfélaginu. Einungis aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir meiri búsifjum.

Niðurstaða prófkjörsins í Kraganum velta því upp þeirri spurningu hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé trúverðugur flokkur í næstu kosningum. Hvort þeir sem eru á móti aðild að ESB geti treyst því að flokkurinn standi á fyrri yfirlýsingum um að umsókn verði dregin til baka, eða hvort aðildarsinnar innan flokksins telji þessa niðurstöðu þess eðlis að breytinga sé þörf í því máli. Vekur spurningar hjá fjölskyldum landsins um hvort og þá hvað flokkurinn ætlar að gera til hjálpar þeim með hin stökkbreyttu lán sem á þeim liggur eins og mara, stökkbreyttu lán sem hafa nú hirt af þeim þær eignir sem þær átti fyrir hrun.

Það er því ljóst að flokkurinn þarf nú að koma fram með skýr svör og ljóst að núverandi formaður getur ekki svarað þeim! Fáist þau svör ekki, eru meiri líkur en minni að flokkurinn gangi til viðræðna um stjórnrsamstarf eftir næstu kosningar, með sömu formerkjum og VG eftir síðust kosningar, að stólar verði látnir ganga fyrir málefnum.

Staðan fyrir flokkinn er því óljós, en enn óljósari fyrir kjósendur!!

 

 

 


mbl.is Glímir við „arfleifð hrunsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar í þeim efnum er ekki á vísan að róa eins og sást best í VG, þar sem allt var svikið fyrir stólana.  Næstu kosningar munu að stórum hluta snúast um ESB viðræðurnar hvort sem fólki líkar betur eða verr. Og að skynsamt fólk eins og til dæmis Vilhjálmur skuli vera einlægur Esb sinni er mér algjörlega hulið, því ég tel það ákveðna heimsku að vilja þarna inn með ástandið eins og það er allavega.  Og einnig andstöðu landsmanna á að fara þarna inn.  Þess vegna þarf að umgangast þessi mál með ákveðinni varúð.  Og þess vegna enn og aftur þakka ég fyrir að eiga forseta vorn ennþá sitjandi á Bessastöðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 17:44

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er huggun í því að hafa forseta sem þorir Ásthildur, en það eru því miður litlar líkur á að sá sem nú situr á Bessastöðum muni fá að vísa til þjóðarinnar samningi við ESB. Miðað við þann hraða sem hingað til hefur verið á því máli, má gera ráð fyrir að enn muni líða mörg ár áður en slíkur samningur líti dagsins ljós, samningur sem ESB kallar reyndar tilboð til umsóknarríkis.

Gunnar Heiðarsson, 12.11.2012 kl. 07:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aðlögunarviðræður heitir hann samkvæmt skýrslu ESB sjálfs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband