Er ESB einn alsherjar brandari ?
7.11.2012 | 11:46
Starfsfólk ESB ætlar í verkfall á morgun. Ástæðan er að Kýpur, sem fer með forsæti í sambandinu um þessar mundir, hefur lagt til skerðingu á fjárlögum sambandsins, skerðingu sem er einungis lítið brot af rekstrarfé þess.
Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar lagt til að fjárlögin verði aukin um 5%, lagt til að þau ríki sem að sambandinu standa og framkvæmdastjórn krefur um aukið aðhald, láti enn frekari fjármuni af hendi til ESB!
Á sama tíma koma fréttir af því að endurskoðendur ESB neita, eitt árið enn, að samþykkja reikninga þess. Ráðstöfun fjár sé ómarkviss og ekki í samræmi við fjárheimildir, er megin orsök þessa.
Það er því von að maður spyrji hvort þetta samband sé einn alsherjar brandari.
Hér á Íslandi er ört minnkandi hópur sem heldur þjóðinni í helgreipum aðildarumsóknar. Þeirra helstu rök eru að evran, þesssi sem nú stendur í björtu báli, muni öllu bjarga. Þá hafa heyrst þau rök að ekki væri nokkur von til að hagstjórnin hér á landi geti orðið viðunnandi og því verðum við að leita á náðir ESB. Leita á náðir þeira sem ekki fá ársreikninga sína áritaða vegna óstjórnar!!
Þetta fólk hefur einnig sagt að vandi evrunnar sé vegna óstjórnar einstakra jaðarríkja ESB, þegar staðreyndir segja að óstjórnin sé mest innan sambandsins sjálfs!
Er ekki komið nóg af þesum skrípaleik?!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.