Nýja Ísland ?

Hvar er það nýja Ísland sem Jóhanna talar um? Ekki hafa fjölskyldur landsins orðið þess varar. Enn eru það fjármagnsöflin sem stjórna, enn eru birgðar lagðar á launafólkið, meðan stjórnendur stórfyrirtækja skammta sér veglega bónusa. Og nú upp á síðkasið koma þeir hver af öðrum, hrunverjarnir, með alla vasa fulla af peningum, svo út úr flýtur og kaupa hér hvert fyrirtækip af öðru og stofna ný. Jafnvel gerast svo fífldjarfir að kaupa sömu fyrirtæki og þeir settu á hausinn með miklum skell fyrir fjórum árum síðan. Skellurinn lendir á launþegum landsins, þar er tómu vösunum snúið við til að tryggja að ekkert leynist í þeim á meðan stjórnendur þessara fyrirtækja virðast vaða í peningum. Peningum sem ekki fundust við fall þessara fyrirtækja en vella nú úr vösum fyrrum eigenda og stjórnenda þeirra!

Þá er ekki nýtt Ísland að sjá þegar kemur að kjörum hins almenna Íslendings, þ.e. þeirra sem eru svo heppnir að hafa haldið vinnu. Þær launahækkanir sem samið er um eru samstundis teknar eigarnámi af ríkinu, ýmist í formi skatta eða verðtryggingar. Þeim sem misst hafa vinnu er svo skammtað úr hnefa og nú skal enn frekar þrengt að með því að taka bætur af stórum hluta þess.

Jóhanna vill nýja stjórnarskrá sprottna í "jarðvegi dagsins í dag". Það má hafa ýmis orð um þessar tillögur sem fólk var platað til að samþykkja, en að þær séu sprottnar úr "jarðvegi dagsins í dag", er alveg nýtt og jafn mikil öfugmæli og allt það mál. Þessar tilögur eru sprotnar fram af eiskærri frekju forsætisráðherra og bera þess glöggt merki. Sérvalið fólk úr menntaelítunni var svo fengið til að leiða þá vinnu. Lygar forsætisráðherra fyrir kosningu urðu svo til þess að fólk lét glepjast!

Það hlýtur að vera einsdæmi þegar forsætisráðherra boðar að fyrra bragði til átaka á Alþingi um fjárlög. Flestir hefðu sennilega óskað samvinnu. Nú er það svo að þessi fjárlög eru ekki enn komin til afgreiðslu Alþingis og því fáir stjórnarandstöðuþingmenn getað kynnt sér þau. Forsætisráðherra veit hins vegar nákvæmlega um hvað þessi lög fjalla og úr því hún af fyrra bragði boðar stríð við stjórnarandstöðuna um þau, er vissulega blendin tilhlökkun að fá að líta þau augum!

Vissulega verður afdrifarík ákvörðun tekin um aðildarviðræður á næsta kjörtímabili. Sú ákvörðun verður þó ekki um eitthvað tilboð eða pakka frá ESB. Hann mun ekki verða tilbúinn á því kjörtímabili. Ef taka á einhverja ákvörðun um það mál, er það um afturkall umsóknar. Vissulega afdrifarík ákvörðun en vonandi tekin svo fljótt sem verða má, að loknum næstu alþingiskosningum!

Nýja Ísland Jóhönnu er öðrum hulið. En það sem Jóhanna hefur boðið upp á er ekki beinlínis eftirsóknarvert. Ef nýtt Ísland byggir í öllu á sömu gildum og áður, að viðbættu algjöru afturhaldi og stöðnun, er betra að hafa það gamla áfram. Þar er þó einhver von, von um að fólk geti brauðfært sínar fjölskyldur og jafnvel veitt þeim húsaskjól.

Það Ísland sem Jóhanna býður upp á mun ekki gefa síka von!!

 

 


mbl.is Barist um nýja og gamla Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýja Ísland er formað af skemmdarverkum sem þessi stjórn hefur framkallað hér í tæp 4 ár!

Ég vil gamla Ísland til baka...

Þau eru búin að senda fólk fram og tilbaka til Brussel og útum allt undanfarin 3 ár svo oft að það samsvarar 640 hringjum í kringum jörðina!!! HVER borgar það? Það er búið að kosta 1,5 milljarði í ESB þýðingar! Hefði ekki verið hægt að kaupa nýjar græjur á spítalana fyrir það???

Ógeðslegt ástand

Burt með Nýja Ísland!

anna (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 00:02

2 identicon

En þetta með nýja ísland er annars glimrandi hugmynd.Sama og var gert með bankana.bara stofna nýtt.Verst að slitastjórn gamla íslands gæti orðið dýr í rekstri.Og svo verður náttúrulega að vara sig á erlendum kröfuhöfum.En nýja Ísland     Hvenær kemur þú?

josef asmundsson (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband