Hvaða leiða, hvaða lausna ?

Gutti segist ekki taka þátt í umræðu um úrræðaleysi, telur styrkleika ríkisstjórnarinnar felast í því að leita leiða og lausna. Það má vissulega segja að tengsl séu milli styrkleika ríkisstjórnarinnar og þeirra leiða og lausna sem hún hefur fundið.

Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum hafði hún stuðning frá stórum meirihluta þjóðarinnar að baki sér, nú er stuðningur við hana í sögulegu lágmarki. Þegar þessi ríksstjórn tók við völdum hafði hún 34 þingmenn að baki sér og fljótlega bættist 35. þingmaðurinn í liðið, nú hefur hún einungis 31 þingmann, er orðin minnihlutastjórn. Svo það má vissulega segja að styrkur ríkisstjórnarinnar sé í takt við þær leiðir og þær lausnir sem hún hefur staðið að.

Ef Gutti vill losna við umræðuna um úrræðaleysi stjórnvalda er honum í lófa lagið að beyta sér fyrir því að eitthvað verði gert, að beyta sér fyrir því að stjórnvöld standi við gerða samninga. Hann er jú ráðherra.

Það er sorglegt að enn skuli sökinni vera slengt á fyrri ríkisstjórn, enn sorglegra er þegar sú sök er borin fram af þingmanni annars þess flokks sem þá var við völd. Það var vissulega við erfðu búi að taka, en það er ekki endalaust hægt að kenna því um. Þau fjögur ár sem liðin eru frá hruni hafa einfaldlega ekki verið nýtt til uppbyggingar. Þau hafa farið í hin ýmsu gæluverkefni stjórnvalda, auk þess mikill kraftur og miklu fé hefur verið varið til að kanna hvernig tilboð er hægt að fá frá ESB um inngöngu í sambandið. Það er gert þrátt fyrir stöðuga og aukna andstöðu við þá könnun og enn meiri andstöðu við aðild að sambandinu.

Gutti er ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ef hann treystir sér ekki til efnislegrar umræðu um dugleysi þeirrar ríkisstjórnar, á hann aðeins einn kost, að segja af sér ráðherraembætti og biðjast lausnar frá Alþingi.

 


mbl.is Tekur ekki þátt í umræðu um „úrræðaleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála því að þegar menn neita að ræða vinnubrögð sín þá eiga þeir að fara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2012 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband