Mútufé

Þegar einhver kaupir sér velvild kallast það mútur og slíkt framferði er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Og vissulega eru IPA styrkirnir mútur.

En mútur verða einungis greiddar ef einhver tekur við þeim. Það er ekki einungis ólöglegt að bjóða mútur, heldur er móttaka þeirra einnig ólögleg. Þetta ætti Jón Bjarnason að ræða innan eiginn flokks, en það var vegna atkvæða samflokksmanna hans á þingi sem ákveðið var að taka við þessu mútufé ESB, þrátt fyrir samþykktir þess efnis innan þess flokks að ekki skyldi þegnar þær mútur.

IPA styrkirnir eru mútur, um það verður ekki deilt. Þeir sem þetta mútufé þyggja geta ekki nýtt sér það til þeirra verka sem mest liggur á að leysa, heldur fylgja því kvaðir. Það skal notað til verkefna sem eru ESB þóknanleg. Þau verkefni eru sjaldnast ofarlega á verkefnalistum sveitarfélaga eða stofnana og oftar en ekki verða þau að leggja aukið fé móti mútufé ESB, svo verkefni sambandsins verði kláruð. Það fé þurfa þau svo að taka frá brýnni verkefnum.

 


mbl.is Segir ESB kaupa sér velvild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ekki mútur. IPA styrkur til þess að athuga eiturefni í mat.

Er það mútur.

Er það gegn íslenskum hagsmunum?

NEi hélt ekki

NEI sinnar eru að fara á límingum.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.10.2012 kl. 10:10

2 Smámynd: Elle_

IPA mútustyrkirnir eru mútur.  Það sjá allir sem í alvöru horfa á málið.  Vissulega ekki sambandssinnarnir, enda blindir og heyrnarlausir á allt ólögmætt frá dýrðarveldinu, já og farnir á límingunum. 

Elle_, 4.10.2012 kl. 15:47

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

587 milljónir til Náttúrufræðistofnunar og Landmæalinga, 274 milljónir til Veðurstofunnar til að uppfylla vatna- og flóðatilskipun ESB, 300 milljónir til Háskólasamfélags Suðurlands. Matís fær vissulega 302 milljónir króna og sjálfsagt mun eitthvað af því fé verða notað til athuganna á eiturefnum í matvælum, en stæðsti hluti þess fjár fer til verkefna tengd aðildaraðlögunni. Öðrum styrkjum er svo ráðstafað til hinna ýmsu aðila og allir eiga það sammerkt að vera eyrnamerktir verkefnum sem ESB velur.

Ofan á þetta fær svo utanríkisráðuneytið 264 milljónir króna, "til að halda utanum IPA styrkina". Það vita allir hvernig því fé verður varið.

Það er því vissulega rétt hjá þér S&H, IPA styrkir eru notaðir til að rannsaka eiturefni í matvælum. En einungis lítið brot þess fjármagns sem til landsins kemur fer í það og svo má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að þær rannsóknir koma til vegna tilskipana ESB. Hertari kröfur af hálfu sambandsins, oft á tíðum utan alls raunveruleika, gerir Matís það skylt að rannsaka hvort hér finnast efni í matvælum sem bæði litlar líkur eru á að séu fyrir hendi og mikil áhöld eru um hvort séu skaðleg. Þannig að sá hlutii mútufésins sem fer til matvælarannsókna, er notað til þeirra verkefna að kröfu ESB, eins og reyndar stæðsti hluti þess fjár.

Sennilega er eini hluti mútufésins sem ekki er skilyrtur, sá hluti sem utanríkisráðuneytið fær, en ESB veit að ráðherrann ráðstafar því fé af kostgæfni í þágu sambandsins!

Gunnar Heiðarsson, 4.10.2012 kl. 19:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"300 milljónir til Háskólasamfélags Suðurlands"

djöfulsins glæpamenn!!!!

Sleggjan og Hvellurinn, 5.10.2012 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband