Nauðsynlegt uppgjör eða stríð gegn VG ?
23.9.2012 | 12:11
Það er öllum ljóst að innan forystu Framsóknarflokksins hefur ekki ríkt full sátt. Þar er skoðanamunur milli þeirra "gömlu" innan flokksins gegn hinum "nýju". Í raun deilur milli Halldórsarmsins og hinna sem vilja nýja stefnu á gömlum grunni, þeirra sem vilja hreinsa flokkinn af þeirri spillingu sem þar þreifst í stjórnartíð Halldórs.
Slíka óeiningu verður flokkurinn að leiða til lykta fyrir næstu kosningar. Ef það verður einungis gert með þessum hætti, verður svo að vera.
Líklegra er þó að Sigmundur sé með þessu útspili sínu að etja kappi við Steingrím J Sigfússon, á hans heimavelli. Að ekki liggi innflokksværur að baki þessari ákvörðun, heldur kapp gegn pólitískum andstæðingi.
Það kemur svo væntanlega í ljós næstu daga hvað er rétt. Ef Höskuldur heldur fram sinn ósk eftir fyrsta sætinu, er ljóst að um innanflokksværur er að ræða. Þá komum við aftur að þeirri staðreynd að henni verður að eyða.
Varðandi þá útskýringu stjórnmálafræðingsins að formaður Framsóknarflokksins hafi alla tíð boðið fram í Reykjavík, þá er hún röng. Vissulega hafa margir þeirra gert slíkt og sumir í raun haldið sig við sitt heimakjördæmi með slíku. Síðasti formaður flokksins var utan höfuðborgarinnar, sá er á undan honum var, hélt sg við eigið kjördæmi, Reykjavík. Halldór flutti sig vissulega til borgarinnar, enda hann sá formaður flokksins sem hvað sterkast vann að því að reyna að auka fylgi flokksins innan borgarinnar. Í þeirri vinnu sinni gleymdi hann oft grunni flokksins, sem vissulega lá og liggur á landsbyggðinni.
Það eru örugglega margir kjósendur Framsóknarflokksins sem fagna því að formaður hans bjóði sig fram á landsbyggðinni og sýni þannig í verki að flokkurinn er að sækja til sinna gömlu og grónu róta. Sé virkilega að móta sér nýja stefnu á gömlum grunni.
Orðið að opnum átökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef lesið 300 síðna ritgerðir um sérfræðiefni sem eru einfaldari og auðskildari en þessi greining þín.
hilmar jónsson, 23.9.2012 kl. 13:18
Það er ágætt Hilmar.
Gunnar Heiðarsson, 23.9.2012 kl. 13:43
Gott hjá Framsókn að fara mannsterkir fram í kjördæminu hans Steingríms og jafnframt höfuðvígi Framsóknar - Steingrímur hefur víst ekki mikinn hljómgrunn þar lengur.
Benedikta E, 23.9.2012 kl. 14:11
Satt besta að segja þykir mér þessi söguskýring mjög eðlileg. Sigmundur er kappsfullur og er ekki tilbúinn að tapa. Hann veit að hann stendur höllum fæti í flokknum sem er marghrjáður af spillingu. Fylgi flokksins í Reykjavík rokkar upp og niður og þar er sennilega mikil upplausn í flokknum enda spillingin þar mikil.
Hvernig honum tekst til að glíma við Steingrím á heimavelli skal ósagt látið. Sigmundur er slægur sem refur sem ekki er alltaf auðvelt að sjá fyrir. En hann hefur sínar veiku hliðar og það mun Steingrímur útnýta sér enda er hann einn reynsluríkasti þingmaður og ráðherra landsins með Jóhönnu og ýmsum fleirum góðum þingmönnum.
Mjög líklegt er að mikil átök séu framundan bæði í kjördæminu sem og í Framsóknarflokknum. Misstígi Sigmundur sig er nánast borðleggjandi að annað hvort verður það banabiti hans og jafnvel flokksins.
Það verður spennandi að fylgjast með fyrirhuguðum skjálftum af mannavöldum.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 23.9.2012 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.