Enn vellur óráðshjalið

Auðvitað væri best ef stjórnvöld þyrftu aldrei að koma að kjarasamningum, en málið er ekki svo einfallt. Í fyrsta lagi er ríkið stór atvinnurekandi, með tugiþúsunda fólks í vinnu og í öðru lagi er aðkoma stjórnvalda stundum nauðsynleg til að koma í veg fyrir upplausn samfélagsins.

Aðkoma stjórnvalda í síðustu kjarasamningum var þó óhefðbundin. Þar höfðu stjórnvöld afskipti af samningsgerðinni áður en til viðræðna kom og mörkuðust viðræður aðila af því. Þar lá í loftinu, strax við upphaf samninga að stjórnvöld myndu koma að málinu, svo ljúka mætti samningsgerð. Þetta þótti kannski ekki óeðlilegt, þar sem mikið lá við að ekki yrðu gerðir óraunhæfir samningar, samningar sem sett gætu efnahag landsins í uppnám. En þá á forsætisráðherra heldur ekki að kvarta nú.

Niðurstaða síðustu samninga var flestum lítt að skapi. Atvinnurekendum vegna þess að þeir töldu sig ekki geta greitt þær launahækkanir sem samið var um og vissulega var það rétt að hluta, þó staðreynd sé að mörg fyrirtæki gætu greitt mun meira. Launafólkið vegna þess að það taldi langt í að þeirra hlutur væri leiðréttur með þessum samningum.

En aðilar sættust á að ljúka málinu með þessum samning. Sú ákvörðun var tekin eftir að stjórnvöld lofuðu aðgerðum, annars vegar svo fyrirtækin gætu staðið við þær launahækkanir sem samið var um og hins vegar svo launafólk fengi framfært sér á þeim sultarlaunum sem samningurinn gaf.

Atvinnurekendur hafa staðið við sinn hluta, svo langt sem það nær. Margir hafa þó ekki getað það og þeir því farið á hausinn, aðrir hafa fengið gott í vasann vegna hans. Launafólk hefur staðið við sinn hlut, enda á það engra annara kosta völ. En stjórnvöld, sem voru lykillinn að því að samningar tókust, hafa ekki staðið við neitt af því sem að þeim sneri, þvert á móti hafa álögur á fyrirtæki aukist sem og á launafólkið. Þar er bæði um beinar skattahækkanir að ræða, auk hinna fjölmörgu hliðarskata sem stjórnvöld hafa með einskæru hugmyndaauðgi tekist að finna. Þar er ekkert heilagt.

Svik stjórnvalda áttu svo sem ekki að koma á óvart, enda á þeim tíma sem skrifað var undir samning lá þegar fyrir svikaárátta stjórnvalda. Þá lá þegar fyrir að stjónvöld teldu sér heimilt að skerða eða leggja af hin ýmsu kjaramál sem komið höfðu inn í samninga, gegnum árin, af hálfu stjórnvalda. Þá lá þegar fyrir að stjórnvöld höfðu svikið þá þjóðarsátt sem skrifað var undir sumarið 2009. Á þetta bentu fjölmargir, meðal annars á þessari bloggsíðu.

Það er ljóst að með þessum orðum sínum hefur forsætisráðherra sett vinnumarkaðinn í uppnám, eftir næstu áramót. Það er huggulegt á kosningavetri. Það sjá allir að það mun hún ekki lát ske.

Svona óráðshjal daga eftir dag, af hálfu forsætisráðherra þjóðarinnar, er auðvitað ekki boðlegt. Það er eitt að rökræða um hluti sem hægt er að deila um, en að koma fram með tilhæfulausar fullyrðingar sem enga stoð eiga við raunveruleikann, er aftur alvarlegra. Slíkt gerir fólk ekki nema það sé farið að tapa einhverri glóru!!

 

 


mbl.is Vill endurskoða aðkomu að kjarasamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að fréttaflutningur væri aðeins af því þegar þingmenn segðu satt væri Mogginn einblöðungur og önnur dagblöð væru gefin út sem C65 flyer.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 13:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki við fréttamiðla að sakast Óskar. Það stoðar lítt að drepa boðberann, þó fréttin sé ill.

Það er við stjórnmálamenn að sakast og í þessu tilfelli forsætisráðherra.

Fréttamiðlar geta lítið annað en birt vitleysunu, þó sumum reynist það vissulega erfitt.

Gunnar Heiðarsson, 20.9.2012 kl. 13:38

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem ég á við er að miðlarnir eru fullir "frétta" þar sem að þingmenn ljúga nánast í hvert einasta sinn sem þeir opna munninn.

Nú er Slowhanna eitthvað svekkt þar sem að verkalýðssamtök geta ekki haldið KJ og leyft henni að valta stjórnlaust með fábjánahætti yfir landslýð.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband