Tilgangslaus töluleikur
18.9.2012 | 14:52
Svona samanburður er tilgangslaus og óraunhæfur. Þetta er eins og bera saman epli og appelsínur.
Fyrir það fyrsta er notað sem mælieining ræktanlegt land. Það gefur auga leið að óvíða er eins lítið ræktanlegt land og hér á landi, miðað við landstærð og íbúafjölda. Þær víðáttumiklu sléttur sem eru víða annarstaðar þekkjast ekki hér.
Í öðru lagi er búskapur hér tiltölulega smár og dreifður, miðað við annarsstaðar. Það gefur auga leið að stórir akrar bera stórar vinnuvélar og þá þarf um leið færri. Hvers vegna er ekki t.d. tekinn hestaflafjöldi eða þyngd dráttarvéla per ræktað land. Það er ekki víst að Ísland ætti metið þá.
Þá hefur afskráning dráttarvéla hér á landi ekki verið sem skildi og margar vélar sem fyrir löngu hafa hætt sinni þjónustu, enn á skrá.
Maður veltir fyrir sér hvort þeir "fræðingar" sem fá greidd laun við svona samantektir, væru ekki betur nýttir í einhver uppbyggjandi störf. Þá er verulega hægt að efast um hæfi þessara "fræðinga", þar sem samanburðurinn er byggður á grunni sem er ekki samanburðarhæfur.
Ísland á heimsmet í traktorum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki rétt að bera þessar niðurstöður saman við verðlag á íslenskum landbúnaðarvörum Gunnar?
Það skyldi nú ekki vera að Íslendingar byggju við hlutfallslega dýrustu landbúnaðarvörur í heiminum sem rekja mætti til gengdarlausrar offjárfestingar og flottræfilsháttar í íslenskum landbúnaði?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:15
Ræktanlegt land á Íslandi beðan 200 metra er talið um 1.5 MILLJÓNIR hektara, en erfitt á ég með að sjá svo marga traktora, og svo verður að átta sig á því að ofan 200 m. er líka ræktanlegt land.......
Og Hilmar....mér til ánægjulegar undrunar var ég að koma frá Bretlandi, hvar ég þurfti að kaupa í matinn fyrir mig (bjó á gistiheimili). Nema hvað að ég gat ekki séð að sambærilegar landbúnaðarafurðir væru nokkurn hlut ódýrari. Au contraire......
En verðmunur á svona dóti eins og Sjampói, apótekaravöru, rafmagnsdóti etc, - hann var verulegur. En ætti ekki endilega að vera....þar spilar harðbýlið ekki inn í....
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:38
Fyrir tveim árum kostaði mjólkurlíterinn yfir 200 krónur í landbúnaðarhéraðinu Norður Dakóta, Bandaríkjunum.
Það er vissulega rétt að bera saman verð á landbúnaðarvörum hér á landi og erlendis, en þá þarf einnig að bera saman verða annara vara.
Eitt ljós í búð formanns samtaka verslunar og þjónustu er helmingi dýrara hjá henni en í sambærilegri verslun í UK. Er það eðlilegt?
Ef það er rétt hjá þér Jón Logi að neðan 200 metra sé um 1,5 miljón hektara af ræktanlegu landi og ekki efast ég um að þú veist hvað þú segir, þá ættu að vera til hér á landi 2.400.000 (tvær miljónir og fjögurhundruð þúsund) dráttarvélar!
Fræðingarnir þurfa greinilega eitthvað að endurskoða sína reikninga!!
Gunnar Heiðarsson, 18.9.2012 kl. 15:54
Hér etthvað málum blandað. Ef bóndi sem væri með 40 hektara tún væri þá með 64 traktora.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.9.2012 kl. 16:12
Gott betur en það Þorsteinn, því ef utan túns væri 60 hektarar af ræktanlegu landi, ætti hann að eiga 160 traktóra! Svo geta menn spáð í hvað telst ræktanlegt land og hætt við að hálsarnir í Austur Húnavatnssýslunni gætu margir hverjir talist þar með.
Hef ekki farið í Svínadalinn nýlega, en síðast er ég fór sá ég ekki margar vélar, ættu þó sennilega að skipta tugum þúsunda!
Gunnar Heiðarsson, 18.9.2012 kl. 17:00
Íslenskir blaðamenn eru greinilega úti á þekju.
Hér (eins og reyndar oftast) er heppilegast að leita í frumheimildina:
http://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2012/09/daily-chart-8?fsrc=scn/fb/wl/dc/tractor
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 18:03
Gunnar: hvar sástu þetta með mjólkurverðið?
Dýrasta gallon af mjólk sem ég sé er $4, það er um 133kr líter.
"Iceland has a road density (quantity of road per land area) comparable to Kenya or Tanzania." Úff :)
Teitur Haraldsson, 18.9.2012 kl. 19:27
Miskilningurinn liggur ef til vill í þýðingunni.
Arable=plægjanlegur=yrkjanlegur sem við nefnum ræktanlegt land, en í töflunni er raunverulega átt við kornakra.
Tún=homefield= manured field.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.9.2012 kl. 19:42
Hilmar hafsteinsson, þegar verið er að finna út að það sé um 1.6 traktór á hektara, þá er verið að tala um hektara af korni. Með öðrum orðum fjöldi traktóra deilt með fjölda hektara af korni. Það var fjallað um þetta hjá RÚV.
En svo er annað, mörg fyrirtæki kaupa frekar traktór en gröfu þar sem traktórinn er ódýrari, brennir minni olíu og hægt að nota sem "vörubíl" og draga þúng hlöss styttri leiðir fyrr (aftur) minni olíu en vörubíll gerir en ég hef sétvo trktóra sem vegagerðin hefur til dæmis en það skekkir útreikningana
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 19:58
ég byðst afsökunar á prentvillum, það á ekki að vera ú í þung, traktórinn getur dregið þung hlöss styttri leiðir fyrir minni olíu; og svo hef ég séð tvo traktóra...
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 20:01
Kornakra? Kornið er minni hluti af ræktuðu landi, og minni hluti fóðurs, ræktað land er svo minna en ræktanlegt......
Það eru ekki nema svona 25 ár síðan kornakrar voru innan við 100 ha. á landinu....
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 07:03
Æjá og Hilmar, - hausinn á töflunni tiltekur tractors per hectars of ARABLE land. Sem sagt ræktanlegt.
Hér er greinargott yfirlit yfir ræktanlegt land:
http://www.lbhi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3130
Ath að km2 eru 100 ha. Ojá, 1.5 milljónir neðan 200 m.
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 07:10
Teitur, ég var staddur í ND fyrir tveim árum síðan og tók sérstaklega eftir þessu. Reyndar voru mjólkurvörur almennt mun dýrari þar en hér.
Hilmar og Brynjar, það er sama hvenig þetta dæmi er sett upp, staðreyndarvillurnar eru alltaf fyrir hendi.
Sé svo að einungis sé verið að ræða kornakra, eins og Þorsteinn leiðir líkum að, á Ísland ekkert erindi í þennan samanburð, þar sem slík ræktun er hverfandi hér á landi, jafnvel þó mikil og gleðileg aukning hafi orðið undanfarin ár. Þessi ræktun er rétt að slíta barnsskónum á Íslandi.
Reyndar er orðið Acrable ekki með neinu móti hægt að þýða nema sem ræktanlegt land, til svo hvaða nota sem það fer. Það er erfitt að tengja það við kornrækt, eingöngu. Þá kemur fram aftast í töflunni að verið sé að fjalla um framlag landbúnaðar til landsframleiðslu. Hvergi er minnst á að um kornrækt sé að ræða, hvorki í töflunni né grein The Economist.
Ef rætt er um ræktað land eru útilokað að sá fjöldi dráttarvéla sé hér á landi. Það myndi segja að meðalbú ætti um 60 til 80 dráttarvélar!
Þó vektakafyrirtæki hafi hin síðustu ár verið að átta sig á notagildi dráttarvéla, hefur það hverfandi áhrif á þessa niðurstöðu. Þetta er þó ekki eitthvað sér íslenskt fyrirbæri, þar sem verktakar erlendis hafa um langt skeið nýtt þessa tækni, þó stutt sé síðan íslenskir verktakar áttuðu sig.
Það kemur alltaf að því sem upphaflegt blogg mitt var um, er ekki starfskröftum þessara sérfræðinga sem stunda svona samanburð, betur varið í einhver uppbyggileg störf?
Gunnar Heiðarsson, 19.9.2012 kl. 07:26
Þetta með mjólkina.....verðið á mjólk úr kúm sem aldar eru á heyi og grasi í USA (það sem er svona 80% standard hér) er um 300 ISKR á lítrann!
Samskonar í ESB, það sem væri langleiðina í lífrænu mjólkina hérna, er "Alpenmilch", - 2.99-3.99 evrur pr ltr í stærri mörkuðum.
Ódýrasta mjólkin er þó innan við 100 kr eins og er. En okkar klassi er mun dýrari en hérna.
fyrir nálægt 20 árum var íslensk mjólk tekin í naflaskoðun varðandi sitt innihald og gæði, og kom aldeilis framúrskarandi út. Það var leitað að öllu, - þvottarefnisleifum, þungmálmum, ryki, skordýraleifum, og svo örverum, sveppum o.þ.h. Það fannst eitt sýni sem toppaði okkur, frá Himalayafjöllum. Það vs meðaltal Íslands segir okkur nokk um hvað við höfum í höndunum....
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 10:29
Sæll gunnar, ég var svo sem ekki að bauna á þig, frekar að beina þessu til Hilmars þar sem hann var í níði gagnvart bændum á forsendum sem ekki var fótur fyrir. Þar sem ég þekki til erlendis, er ræktað land og tún ekki það sama. Sennilega hafa þeir litið í gögn frá SÞ (WHO) um ræktað land en þar kemur fram 7000 hektarar eða það magn sem við ræktum af korni, alla veganna kom það fram í kvöldréttum RÚV en þeir höfðu samband við greinahöfundana.
En já, það er spurning hvort þeir ættu ekki að skoða eithvað annað þessir greinahöfundar, löndin sem eru neðst á listanum eru öll lanbúnaðarríki og þau sem eru efst eru öll harðbíl.
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.9.2012 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.