Er launahækkun forstjórans sótt til atvinnuleysistryggingasjóðs ?

Forstjóri er hverju fyrirtæki nauðsynlegur, en hann gerir ekkert einn og sér. Forstjóri Landsspítalans er sagður hafa náð góðum árangri í niðurskurði, en sá árangur byggist fyrst og fremst á auknu álagi og auknu aðhaldi þeirra sem þar vinna. Stæðstann hlut þess árangurs bera þó þeir sem reknir hafa verið úr vinnu frá spítalanum og eru atvinnulausir. Það er sá hópur sem mest hefur lagt af mörkum.

Það efast enginn um hæfi forstjórans og sjálfsagt hefur hann þurft að leggja á sig einhverja aukna vinnu. En hæfi annara starfsmanna er ekki síðra og sannarlega hafa þeir lagt á sig aukið álag.

Hvernig svo heilbrigðisráðherra vinnur úr þessu er aftur undarlegt. Hann launar forstjórann um rúmlega 20% launahækkun, gerir ekkert fyrir aðra starfsmenn sem margir hverjir eru jafnvel með ófrágengna samninga og að lokum refsar hann þeim sem mestu fórninrnar færðu, þeim sem misstu sína vinnu. Þeir fá ekki umsamda hækkun atvinnnuleysisbóta, hvað þá einhverja aukaþóknun!

Ráðherrann snýr þarna öllu á hvolf. Auðvitað er tímabært, ef borð er fyrir báru, að launa því fólki sem gerði kleyft að spara fyrir Landspítalann með svo afgerandi hætti að jafnast á við heil ársframlög til hans, að sögn forstjórans. En þá á að byrja á þeim sem mest lögðu til, þeim sem reknir voru svo þessi sparnaður næðist. Ekki einungis eiga stjórnvöld að standa við gerðann samning gagnvart þessu fólki, heldur á að launa því sérstaklega, ef ráðhera telur ríkisstjóð hafa getu til. Næst á að bæta því fólk sem hélt vinnu en þurfti að leggja á sig stór aukið vinnuframlag, án hækkana launa. Að lokum er svo hægt að veita forstjóranum umbun.

En nú er það svo að ekki er enn komið neitt borð fyrir báru í rekstri ríkissjóðs, langt í frá. Því er ljóst að enn verða starfsmenn spítalans að leggja fram aukna vinnu án greiðslu fyrir. Viðhald og kaup tækja er komið langt niðurfyrir öryggismörk og þangað á auðvitað að leggja fyrstu auranna sem til falla. Þá hefur heilu deildunum verið lokað og þjónusta annara skert. Bót á því á að koma næst. Enn ætti að vera langt í 20% launahækkun til forstjórans.

En þessi staða ríkisstjóðs afsakar þó ekki samningsbrot um hækkun atvinnuleysisbóta. Kannski ríkisstjórnin hafi talið sig knúna til að svíkja þann samning til að geta greitt forstjóranum 20% launahækkun. Að það fólk sem rekið var frá spítalanum, svo sparnaðarráðstafanir gætu gengið fram, sé nú einnig að greiða launahækkun forstjórans?!

 


mbl.is Segja launahækkun forkastanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband