Sáðmaðurinn Már

Það er spurning hver sáningsmaðurinn er, hver það er sem sáir fræjum efans í sambandi við störf Seðlabankans.

Verkin tala, það er heilagur sannleikur. Og verk Seðlabankans, undir stjórn Más, segja ljóta sögu. Þar er spilað af vilja stjórnvalda og þess vandlega gætt að ekki sé neitt það gert er hallað gæti á stjórnvöld.

Seðlabankinn á, samkvæmt lögum, að vera sjálfstæð stofnun og óháð stjórnvöldum, þó vissulega bankinn sé hýstur innan forsætisráðuneytis. Þetta hlutverk hefur Már algerlega misskilið og telur væntanlega að hann sjálfur eigi að vera sjálfstæður, ekki gagnvart stjórnvöldum heldur bankanum, eins og dómsmál það er liggur fyrir dómstólum og hann lagði fram gegn bankanum, sannar.

Þó þingmenn gagnrýni störf bankans og þó þingmenn efist um gerðir bankastjórans, er þar ekki verið að sá fræjum efans, einungis verið að sinna aðhaldi sem svo nauðsynlegt er og kannski ein mesta lexía bankahrunsins haustið 2008.

Þegar bankastjóri seðlabankans spilar pólitíska refskák, þá sáir hann fræjum efans um verk bankans. Þegar bankastjóri Seðlabankans fer í persónulegt dómsmál ganvart bankanum, þá sáir hann fræjum efans um eigið siðgæði!!

 


mbl.is Aðild að ESB og valkostir í peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband