Hin nýja launastefna norrænu velferðarstjórnarinnar

Þetta er frekar döpur eftirá skýring hjá Gutta. En segjum nú að eitthvað sé til í henni, að forstjórinn sé farinn að sinna læknastörfum meir en áður, kannski vegna þess að illa gengur að halda læknum við spítalann.

Þá lítur dæmið þannig út að kjararáð ákveður föst laun forstjórans og fjölda þóknanareininga fyrir yfirvinnu. Ráðherra ákveður laun fyrir læknastörfin.

Nú er það svo að sólahringurinn er jafn langur fyrir alla og víst að þau laun sem kjararáð ákveður eru fyrir fullan vinnudag og þóknunareiningar fyrir yfirvinnu eru fyrir þá vinnu sem þar er umfram. Hvenær á þá forstjórinn að sinna þeirri vinnu sem ráðherra greiðir fyrir?

Því hlýtur kjararáð nú að endurskoða þau laun sem það ákveður fyrir forstjórann. Það hlýtur að draga frá þann tíma sem fer í læknastörf hjá forstjóanum, annað gengur einfaldlega ekki upp!!

Það sem liggur fyrir í þessu máli er að Gutti sagði fyrst að þessi launahækkun kæmi til vegna atvinnutilboðs til forstjórans, erlendis. Síðan kemur hann með aeftiráskýringu um að verið sé að greiða forstjóranum laun fyrir ótengda vinnu innan spítalans. Hvorug skýringin er haldtraust.

Hver ástæða þess er að Gutti fór þessa leið, er óútskýrð. Hvort þarna er verið að launa forstjórann fyrir vel unni störf við niðurskurðinn, svona svipað og annar ráðherra gerði nýlega við ráðningu sýslumanns.

Er þetta hin norræna velferð sem stjórnvöld boðuðu, að þeim sem best tekst til í niðurskurði sé umbunað með hærri launum? Er þetta hinn nýja launastefna stjórnvalda, þar sem menn fá bónusa eftir dugnaði við niðurskurð, launalækkanir og aukningu vinnuálags sinna undirmanna?

Gutti ber fulla ábyrgð á þessu máli, en hvernig ætlar hann að axla þá ábyrgð?

 


mbl.is Hækkunin tengist öðrum störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Gunnar

Svona Vinna Rottur Minkar og Tófur.....

Með 0ðrum orðum Jóhanna og Steingrímur

Samfó VG

Jón Sveinsson, 8.9.2012 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband