Er það með þessum hætti sem VG ætlar að fara í kosningarbaráttuna ?
25.8.2012 | 07:45
Er það með þessum hætti sem VG ætlar að fara í kosningabaráttuna, með því að túlka tölur frjálslega og jafnvel beinum lygum? Er ekki komið nóg af svikum og lygum frá þessum flokki? Er ekki kominn tími fyrir þingmenn þessa flokks að viðurkenna eigin mistök og taka afleiðingum þeirra? Það er á kristaltæru að ef þau ætla að halda sömu braut lyga og svika, mun flokkurinn þurkast út. Ef hins vegar þingmenn flokksins axla ábyrgð gerða sinnna og viðurkenna eigin mistök, er hugsanlegt að einhverjir þeirra eigi afturkvæmt á þing.
Katrín segir að mikill viðsnúningur hafi orðið á síðustu misserum, að verðbólga sé komin niður og atvinnuleysi hafi minnkað mikið. Það má vera að verðbólga mælist lítil, en það er ekki vegna góðrar hagstjórnar, heldur vegna stöðvunar atvinnulífsins. Verðbólga var í sögulegu lágmarki árið 2009 og ekki held ég að neinn vilji hæla sér af þeirri lækkun hennar! Um atvinnuleysið ætla ég ekki að segja annað en það sem allir vita. Lækkun þess er að stæðstum hluta vegna annara þátta en aukinnar atvinnu og alls ekki vegna aukinnar atvinnu í gefandi atvinnugreinum, sem skaffa þjóðinni erlendann gjaldeyri.
Katrín nefnir ekki við félaga sína í VG þá gengarlausu erlendu lántöku sem stjórnvöld stunda, til þess að koma sínum hugðarefnum og gæluverkefnum í kring. Þegar bankakerfið hrundi varð að taka hundruði milljarða að láni erlendis frá, til að halda landinu gangandi. Þegar svo var komið áttu stjórnvöld auðvitað að sýna ráðdeild. Þess í stað hafa þau enn aukið þessar lántökur, haga sér í raun á sama hátt og þeir sem mest fóru og samviskulausastir voru fyrir hrun, til að skara að eigin köku.
Katrín nefnir ekki heldur við sína félaga hvernig stjórnvöld hafa vegið að þeim sem minnst mega sín, öldruðum og öryrkjum. Þar hefur ekki verið hikað við að seilast í tóma vasa. Hún heldur því fram að skattkerfisbreytingarnar hafi aukið jöfnuð í þjóðfélaginu. Ekki er víst að landsbyggðafólk, sem harðast hefur orðið úti vegna hinna mörgu jaðarskatta sem stjórnvöld hafa hækkað auk allra hinna skattanna sem hugsuðir stjórnarinnar hafa fundið upp. Það er ekki víst að þeir sem lenda í þeirri ógæfu að missa ástvini telji það mikinn jöfnuð að vera rukkaðr um stórar upphæðir í erfðaskatt, eftir að stjórnvöld hækkuðu hann verulega.
Þá brýnir Katrín fyrir sínum félugum að umræðan eigi ekki að snúast um ESB. Það vita auðvitað allir hvaðan sú skipun kemur, en ekki meir um það. Það er sama hvernig þingmenn VG snúa sér, aðildarumsóknin er þeirra verk að fullu. Einungis með svikum þeirra við sína kjósendur var hægt að koma þeirri ógæfu af stað. Ekki var nægur þingmeirihluti fyrir þessari vegferð með öðrum hætti. Það er því aumt af þingmönnum VG að vilja ekki ræða þetta mál af alvöru, að ekki sé talað um að þeir taki ábyrgð gerða sinna.
Það eru einungis þeir sem skammast sín fyrir aðild að málinu sem vilja ekki ræða það. Þeir sem skammast sín fyrir aðildað málinu sem reyna að halda því fram að umræðan eigi ekki að snúast um það. ESB aðildarumsóknin og það aðlögunarferli sem henni fylgir er eitt stæðsta mál þjóðarinnar í dag. Allir íslendingar eiga að ræða þetta mál, skoða það heildstætt og mynda sér skoðanir út frá raunveruleikanum. Þetta mál, ESB aðild, er ekki eitthvað mál sem menn geta bara skautað framhjá, er ekki eitthvað mál sem hægt er að skoða með augum dreymandans, eins og kratar vilja. Þetta er mál sem mun skipta alla landsmenn máli, miklu máli, um alla framtíð. Sú ákvörðun að ganga í ESB verður ekki aftur tekin!
Það er hins vegar rétt hjá Katrínu, að umræðan hleypur oft í skítkast manna á milli. Að hlaupið er í manninn í stað þess að ræða efnið. Þetta er ósköp eðlilegt. Aðildarsinnar eru fyrir löngu búnir að missa öll sín rök og hafa því orðið að grípa til þessarar aðferðar. Einstaka aðildarsinni, sem þykist vilja láta taka sig alvarlega, hefur þó reynt að halda slíku persónuskítkasti frá, en þá tekur draumsýnin við sem engin tengsl á við raunveruleikann. Það er erfitt að stunda rökræður gegn slíku fólki og í raun eina leiðin til að vera viss um að falla ekki í þennan drullupitt að þegja með öllu. Það er hins vegar ekki rétta leiðin. Málfrelsið má ekki útiloka með slíkum aðferðum.
Það er svo aftur fróðlegt að skoða sögu og málflutning þeirra sem ekki vildu taka stefnuna á Brussel. Öll þau rök sem haldið var fram gegn þeirri vegferð hafa eða eru að rætast. Sá málflutningur var ekki síst af hálfu VG liða fyrir síðustu kosningar. Þar að auki hefur gengi þeirra ríkja sem að ESB standa ekki verið sérlega gott, sérílagi þeirra ríkja sem standa að evrunni. Það er vægast sagt óvíst um framtíð evrunnar og jafnvel ESB sjálft.
Að ætla að þegja þetta mál í hel er auðvitað fásinna, en að fara fram á það við þann hóp í þjóðfélaginu sem harðast hefur verið gegn aðild, kjósendur VG, liggur nærri því að vilja hernema málfrelsið og leggja það af!
Katrín segist vera alfarið á móti aðild og gott að heyra það. Verk hennar, ásamt fleirum þingmönnum VG segja þó annað. Hún segist vilja leifa þjóðinni að ákveða sitt svar. Gott og vel, þá mun hún væntanlega standa að því að þjóðin fái að kjósa um framhald viðræðna, strax við uppaf næsta þings!
Um lokaorð Katrínar er lítið að segja, annað en að þar er enn hælt sér af tómri tunnu. Hún heldur því fram að þeir sem komi með varnaðarorð séu að tala niður ímyndaðann árangur ríkisstjórnarinnar. Það er undarlegur skilningur að þeir sem eru að benda á það augljósa, benda á vanda heimilanna, benda á vanda sjúkrahúsanna, benda á vanda atvinnulausra, benda á vanda atvinnulífsins, benda á þær gerðir stjórnvalda sem valda þessu öllu og benda á gerðir stjórnvalda sem hér hafa sett allt í biðstöðu, skulu vera taldir úrtölumenn. Þetta eru einungis raunsæismenn, sem sjá hlutina eins og þeir nákvæmlega eru, sumir finna það á eigin skinni, aðrir hafa til að bera gáfur til að sjá skelfinguna.
Ríkisstjórnin er hins vegar komin langt frá þjóðarsálinni og virðist ekkert skinbragð hafa á það sem er að gerast í landiu. Þar eru dagdraumar sem ráða ferð, eða hatur á pólitískum andstæðingum!!
Mitt svar er NEI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hatur á pólitískum andstæðingum vegur einna þyngst,framkallast í látbragði formanns.
Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2012 kl. 11:39
Heldur þú að stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn standi nær þjóðarsálinni en núverandi ríkisstjórn ?
Heldur þú að þessir tveir flokkar séu það sem þjóðin þarfnast mest ?
Við þurfum ekki að fá þá flokka aftur til valda sem sköðuðu þjóðina svo eftirminnilega. Flokka sem innihalda samviskulaust fólk sem skarar bara eld að eigin köku og hlustar ekki á þjóðarviljann.
Ömurlegasta stjórnarandstaða allra tíma er ekki það sem þjóðin þarfnast í dag.
Láki (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 12:12
Ef það er rétt hjá þér Láki, að stjórnarandstaðan sé ekki hótinu skárri en stjórnarflokkarnir, þá er einungis eitt í boði, að velja það fólk sem er trúlegra til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Á því byggist framtíð landsins, á því byggist afkoma landsmanna.
Hitt er svo annað mál að það er nánast útilokað að komast fjær þjóðarsálinni en núverandi stjórnvöld hafa getað. Því svara ég spurningu þinni játandi, ég tel að þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og reyndar havða flokks sem er, utan stjórnarflokkanna, séu nær þjóðarsálinni.
Það er hins vegar rétt að stjórnarandstaðan hefur ekki verið hvöss í sinni andstöðu. Kannski er sú tilfinning til komin vegna samanburðar við störf núverandi stjórnarflokka þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Þar var ekki verið að vanda meðulin. Kannski er skynsemi núverandi stjórnarandstöðu meiri en hinnar fyrri og því finnist okkur sem hún sé ekki nógu hörð.
Gunnar Heiðarsson, 25.8.2012 kl. 12:33
Núverandi fjármála ráðherra er rola, það sést á öllu hennar háttarlagi og eina stefnumál hennar er að þóknast yfirboðurum sínum. Katrín Júlíusdóttir er ekki rola en hún er landi og þjóð stór hættuleg eins og reyndar er um fleiri í þessum sauðagæru hjúpaða kommunista flokki með nafn í felulitum.
Auðvita fá þar bestu móttökur kommar frá Kína og fellukommar frá Evrópu. Öll markmið Evrópusambands smiðanna eru nú komin fram og það var og er dýrt að sækja þá vitneskju með þessum hætti sem þau völdu.
Vegna loforforða fyrir kosningar þá þykjast sauðagæru menn ekki vilja Evrópusambandsaðild en öll vinna þeirra bendir til annars. Það er alveg sama á hverju gengur, þau Steingrímur og Katrín Júlíusdóttir fara sínu fram og hirða í engu um hagsmuni eða vilja Landans. Þetta fólk er eins og þeir sem nýta sér velvild og hjálpsemi ærlegra, til þess að fá hjá þeim efni í Jóhönnu púða.
En rindillin, áróðursmála ráðherra rindilsins Hillers var sérfræðingur í að láta sig og Hittler sýnast meiri en var. Þetta lærði Jóhanna og notaði þá hún varð forsætisráðherra en Steingrímur vildi ekki og varð því fyrir vikið sjálfum sér líkur þar við hlið og mátti sjá svip með Ragnari Reykás.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.8.2012 kl. 12:45
Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa farið gríðarlega illa með þjóðina. Hrunið er alfarið þeirra sök.
Og fyrst að þjóðin vildi hafa Ólaf Ragnar áfram sem forseta þá kæmi ekki á óvart að hún kysi kvalara sína aftur til valda.
Það komu 27 nýir þingmenn inn á þing í síðustu kosningum. Hvaða fólk ertu að tala um að við getum valið á þing núna ? Ekki kem ég auga á slíkt fólk.
Láki (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.