Lilja veit betur

Lilja veit nákvæmlega hvaða stjórnarliðar það eru sem vilja breyta stjórnarskránni og af hverju. Það er Samfylkingararmur stjónarinnar sem leggur ofuráherslu á þetta mál, til að koma í stjórnarskrá breytingu sem heimilar afsal lýðræðisins til ESB. Þetta veit Lilja og á ekki að vera feimin að segja það.

Allur sá leikraskapur sem stjórnvöld hafa skapað um þetta mál er einungis tilraun til að slá ryki í augu fólks. Það vita allir sem vilja vita að stjórnarskráin átti engann þátt í bankahruninu og þeir sem lesið hafa tillögur stjórnlagaráðs vita einnig að ekkert er í þeim tillögum sem hefði getað stöðvað þá skelfingu. Reyndar eru þær tillögur mjög ófullkomnar, þó vissulega séu þar athyglisverð mál sem rétt væri að skoða. Ekkert er þar þó sem hugsanlega hefði gert hrunið léttara.

Það er svo annað mál að auðvitað á stjórarskrá að vera í sífelldri skoðun og ekki á að hika við að laga það sem menn telja betur megi fara. En að fara í breytingar breytinganna vegna, er rugl.

Lilja veit líka hvers vegna stjórnarliðar vilja sem minnst um vanda heimila tala. Hugsun margra Samfylkingarþingmanna er svo vanþroskuð, að þeir halda að hægt sé að nauðga fólki til að kjósa ESB aðild og að þeirra mati er besta að hagur heimilanna sé sem bágastur. Að þá sé hægt að segja; "sjáið dýrðina í ESB!" Þingmenn SF hafa verið duglegir við þetta trúboð sitt og kjarni þess hefur verið á þennan veg. Skemmst er að minnast nýlegrar greinar eftir Árna Pál Árnason í fjölmiðlum.

Lilja veit einnig að margir þingmenn VG þora ekki að andmæla, eru hræddir við foringja sinn en enn hræddari við Jóhönnu, sem hikar ekki við að hóta stjórnarslitum af minnsta tilefni.

Lilja var í ríkisstjórninni og veit nákvæmlega hvernig starfshættir eru þar innan dyra. Hún sýndi mikinn kjark þegar hún gekk úr því samstarfi og málflutningur hennar hefur verið mjög athyglisverður. Hún hefur sýnt að hún hefur flest til að bera til að teljast góður þingmaður. Hún á að halda áfram að vera skelegg og ekki hika við að segja það sem hún hugsar.

Svona skrif, þar sem hún fer í kringum sannleikann eins og köttur kringum heitann graut, er henni ekki til framdráttar. Það er heldur engin ástæða fyrir hana að taka upp slík vinnubrögð. Þá virðingu, kjósenda og pólitískra andstæðinga, sem hún hefu áunnið sér á þingi, hefur hún unnið með því að segja hlutina hreint út.

 


mbl.is Tortryggir áhersluna á stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar, þú ættir að vita betur en þú þykist hér,

því Lilja er að benda á það, að skuldavandi heimilanna er það sem allir þingmenn 4-flokksins rembast við að forðast að leysa. 

Til þess eru nota þeir gömlu aðferðina að deila og drottna, tvístra mér og þér, okkur og öðrum, með röfli sínu út og suður um ESB og stjórnarskrá,

sem er forgangsmál þingmanna 4-flokksins, meðan heimili landsins brenna. 

Lausn skuldavanda heimilanna er baráttumál Lilju, númer 1.

Vonandi ert þú sama sinnis um það baráttumál númer 1, Gunnar????

Mál nr. 2 ætti að vera algjör endurskoðun lífeyrismála, líkt og Lilja og einnig hinn skeleggi Vilhjálmur Birgisson hafa marg bent á.

Viljum við ekki réttlátt og sanngjarnt uppgjör Gunnar Heiðarsson?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 16:54

2 identicon

Þegar ég segi að lausn skuldavanda heimilanna og þar með afnám stökkbreysts og ríkis-verðtryggðs helvítis okkar hér á jörðinni, sé mál nr. 1,

þá geng ég vitaskuld út frá því, að þjóðin hafi fengið að segja dúndrandi Nei við ESB-aðlöguninni, eigi síðar en í nóvember 2012 og þar með sé loksins, loksins tíminn kominn, þar sem almenningur stendur einhuga saman um baráttuna fyrir máli

nr. 1, máli nr.  2 etcetera, etcetrera Gunnar minn, fyrir sundraðan almmening að standa saman, sjálfum sér og þjóðinni allri til hagsbóta.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 17:08

3 identicon

Nú kemur þriðja athugasemd mín og þá líður að jólum Gunnar minn:-):

Skiptigengisleið Lilju og ný-króna er svo vitaskuld forsenda fyrir 1 og 2.

Allt þetta vitum við mæta vel Gunnar minn, að lausn Lilju á þessum málum er eina heiðarlega og sanngjarna leiðin til sátta hér innanlands.  Og sá tími mun koma, því það mun ekki ganga mikið lengur að þjóðin láti sundra sér af spunamaskínu 4-flokksins.  Stöndum nú saman Gunnar minn, en látum ekki sundra okkur.  Látum ekki púkablístur 4-flokksins sundra okkur til dilkadráttar og slátrunar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband