Maður án æru og kjarks

Það er vissulega fagnaðarefni að Steingrímur sé farinn að láta til sín heyra í erlendum fjölmiðlum, þó seint sé. Þetta framtak hefði hann átt að taka við upphaf ráðherraferil síns, þegar virkilega var sótt að landinu úr öllum áttum. En kjarkur Steingríms var af skornum skammti og það var ekki fyrr en erlendir fjölmiðlar fóru að tala þokkalega um Íslendinga, sem hann þorði. Þeirri viðhorfsbreytingu erlendu pressunnar má ekki síst þakka forsetanum, hann hafði kjarkinn sem þarf til að láta til sín heyra í vörn landsins, þegar mest gekk á og þörfin var virkilega til staðar á slíkri rödd.

Ekki þurfti Steingrímur að bíða eigin gerða til að verja landið, eins og best sést á skrifum hanns í FT. Þar stendur eitt afrek upp úr og það hefði hann getað varið strax fyrsta dag í ráðherraembætti, neyðarlögin.

Önnur atriði sem hann telur upp eru lítils virði, samdráttur í ríkisrekstri var auðvitað nauðsynlegur og hefði hvaða ríkisstjórn sem er orðið að fara þá leið. Hugsanlega hefði þó hugur flestra á því sviði verið frjóari en hugur Steingríms,  en svo virðist sem honum sé ómögulegt að hugsa.

Auknar tekjur hefur Steingrímu einungis sótt gegnum skattkerfið, eitthvað sem ekki mun halda til lengdar og koma hressilega í bak þjóðarinnar. Flestir hefðu reynt til þrautar aðrar leiðir á því sviði og vissulega lágu nokkrar slíkar fyrir á upphafsdögum Steingríms í ráðherrastól. Þeim vísaði hann á bug!

Um þá jöfnun á tekjudreifingu sem Steingrímur nefnir er lítið að segja, jafn lítið og við láglaunafólkið verðum vör við þá tekjujöfnun. Þar vegur skattpíning mun hærra en einhver ímyndaður tekjujöfnuður.

En það er fleira en neyðarlögin sem hafa hjálpað okkur við þá endurreysn sem þó hefur átt sér stað. Sú staðreynd að þjóðin, með hjálp forsetans, afþakkaði að taka á sig skuld fjárglæframanna, svokallaða icesave skuld, hefur bjargað miklu. Ef Steingrím hefði tekist það ætlunarverk sitt væri honum sennilega ekki boðið að rita gestaleiðara í FT. Þetta nefnir Steingrímur þó ekki.

Hvað ef Steingrímur hefði staðið við öll stóru orðin sem hann lét falla í stjórnarandstöðu, eftir hrun bankanna og reyndar alveg fram að kosningum vorið 2009, þó þá þegar hann væri farinn að vinna að fullu gegn eigin orðum.

Hvað ef Steingrímur hefði staðið við þau orð að aldrei skyldi icesave klafi verða settur á skattgreiðendur, meðan hann stæði í brúnni?

Hvað ef Steingrímur hefði staðið við þau orð að aldrei skildi sótt um aðild að ESB, meðan hann stæði í brúnni?

Hvað ef Steingrímur hefði ekki fært erlendum vogunarsjóðum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins, vorið 2010?

Hvað ef ríkisstjórninni hefði borið gæfa til að standa við loforð sitt um að skjaldborg skyldi slegið um heimili landsins? Þess í stað var þeirri skjaldborg slegið um fjármálakerfið, sem í mörgum tilfellum var mannað með sama fólki og þar réð ríkjum fyrir hrun!

Það mætti lengi halda svona áfram, en ef Steingrímur gæti hælt sér af að hafa staðið við þau loforð sem hann gaf kjósendum, vorið 2009, gæti hann staðið keikur. En það er sama hversu vel er grafið, ekki eitt einasta loforð hefur hann staðið við. Verst er þó að vita til þess að meðan kosningabaráttan stóð yfir og hann var starfandi fjármálaráðherra, hélt hann áfram að lofa, jafnvel þó hann stæði þá þegar í ströngu við að brjóta eigin loforð!!

Menn sem svo haga sér missa æru sína og vissulega er Steingrímur orðinn ærulaus með öllu. Ærulausir menn grípa gjarnan til þess ráðs, sem Steingrímur gerir nú, að skreyta sig með fjöðrum annara!!

 


mbl.is Evrópa geti lært af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Svona eru VG RÁÐHERRAR OG ÞINGMENN ÞEIRRA vel líst reina að eigna sér gjörðir annarra sér til handa.

Jón Sveinsson, 21.8.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband