Uppgjör óhjákvæmilegt !

Fyrri fréttin var slæm, en hana mátti skilja sem svo að ráðherra ætlaði að taka sér það vald að ráðstafa fé launþega eftir eigin höfði og án aðkomu þeirra. Sú síðar, sem þetta blogg er hengt við, er þó öllu verri. Hún verður ekki skilin á annan hátt en að til að samræma lífeyriskjör launafólks í landinu, eigi að skerða kjör þeirra sem betri réttindi hafa. Þetta er svo sem í anda hinnar tæru "jafnaðarstefnu" þar sem allir skuli hafa það jafn skítt!!

En ráðherra gleymir þó þeirri grundvallarstaðreynd að lífeyrisréttindi hvers launamanns er hluti af hans launakjörum og hefur spilað stórann þátt í kjarabaráttu síðust ára og áratuga. Því verða ekki skert kjör einstakra launahópa með því að skerða þeirra lífeyrisréttindi, nema til komi launabót í staðinn. Þetta er ofureinfallt og ætti ekki að vefjast fyrir neinum, nema kannski jafnaðarmanni!

Lífeyrssjóður er í sjálfu sér einfallt fyrirbæri. Tryggar lögbundnar greiðslur launafólks í sjóðinn við hver mánaðamót auk lögbundinnar lágmarksávöxtunar sjóðanna, gerir það af verkum að nánast útilokað er að koma lífeyrissjóð á hausinn. Þetta tókst þó næstum við hrun bankanna og er þar einu um að kenna; ákvarðanir misvitra stjórnarmanna í efnahagsbólunni og hvernig þeim tókst það sem ekki átti að vera hægt, að nota þessa sjóði í alþjóðlegt fjárhættuspil glæpamanna!

Það er því sorglegt að horfa upp á að enn skuli vera í stjórnum sumra stæðstu sjóðanna sömu misvitru menn og nánast tókst það ómögulega, að koma kerfinu á hausinn.

Lífeyriskerfið þarf vissulega gagngera yfirhalningu. Hvort meiri samþjöppun eigi að verða, jafnvel einn sjóður, skal ósagt látið, enda hefur ekkert enn verið unnið af viti til að sjá hvað best sé. Enn eru allar vangaveltur huglægt mat þeirra sem um málið fjalla, engar staðreyndir að baki.

Það hefur verið bennt á margar leiðir til bóta fyrir sjóðina, allt frá því að hver fái sinn eiginn persónulega lífeyrissjóð, til þess að einn sjóður yrði fyrir allt launafólk. Það þarf einfaldlega að leggjast yfir þá vinnu hvað sé heppilegast.

Eitt er þó alveg á tæru, aðkoma atvinnurekenda að þessum sjóðum launafólks er með öllu óviðunnandi. Auðvitað eiga atvinnurekendur ákveðið erindi sem persónur, ef þeir greiða í sjóðina, alveg til jafns við launamanninn sem hjá honum vinnur. Sú tilskipun sem nú tíðkast, að stjórnir sjóðanna skuli myndaðar að hálfu af fulltrúum samtaka launþega og að hálfu af fulltrúum samtaka atvinnurekenda, er út í hött. Reyndar ættu samtök launþega ekki heldur að vera með sína putta í þessum sjóðum. Í stjórnir þeirra á launafólk eitt að kjósa, úr hópi sjóðsfélaga. Það er svo undir yfirstjórnum stéttarfélaga og atvinnurekenda komið hvort þeir vilji hafa kjörgengi í þær stjórnir. Það gera þeir einfaldlega með því að greiða lögbundin gjöld af sínum tekjum til sjóðanna og eignast með því sitt persónulega atkvæði.

Það er ljóst að launþegar hafa fengið nóg af framferði þeirra sem tóku sér það vald að gæta þess fjár sem átti að vera þeirra lífeyrir í ellinni. Því mun koma til uppgjörs á sjóðakerfinu, fyrr en seinna. Það væri stórmannlegt ef stjórnir sjóðanna kæmu sér saman um að hefja þá vegferð, sem óhjákvæmileg er, uppstokkun kerfisins, sem allra fyrst og stæði að því að launafólkið kæmi saman hóp manna til að skoða þetta. Enn stærri yrðu stjórninirnar ef þær héldu sig utan þeirrar skoðunar og mætti hugsa sér að með því yrði þeim jafnvel fyrirgefið fyrra framferði. Með þessari aðferð væri hægt að vinna að þessu máli í sátt og samlyndi. Síðan þegar fullmótaðar tillögur væru tilbúnar og launafólk hefði valið sér ein þeirra, kæmu atvinnurekendur, samtök launafólks og ríkið, að málinu og meðtæki það sem að þeim snýr. Best væri þó ef þessum aðilum yrði með öllu haldið utan kerfisins, að þeir þyrftu ekki að koma að málinu á neinn hátt.

En það er vart við að búast að stjórnir sjóðana hafi dug til þessa. Þar á bæ er ekkert til sem heitir manngæska og því síður að vilji sé til að afsala sér einhverjum völdum, sem þeim hefur tekist svo vel að næla sér í. Því eru meiri líkur á að þetta uppgjör verði blóðugt, að launafólki, eigendur þess fjárs sem sjóðirnir geyma, þurfi að sýna tennurnar til að fá réttmætt vald yfir sjóðunum!!

 

 

 

 


mbl.is Talaði um eitt lífeyrissjóðakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

útvarp Saga stimplar sig sterkt inná fjölmiðlamarkaðinn,miðill sem mark er takandi á,það finnst Mogganum einnig.

Númi (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvar á peningurinn, þessir 600milljarðar, að koma til að halda þessu óbreittu kerfi?

fátt um svör kannski?

Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2012 kl. 00:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvaða 600 milljarða þú ert að tala um S&H, nema þú sért að tala um það fé sem glataðist vegna framferðist stjórna sjóðanna fyrir hrun, mætti kannski kalla spilapeninga þeirra.

Ég tek ekki afstöðu til þess hvernig framhaldið á að vera varðandi þessa sjóði, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki forsemdur til þess. Veit nokkurnveginn hvaða kostir eru í boði en ekkert um hver er bestur. Um það veit enginn ennþá, einfaldlega vegna þess að enn hefur engin raunveruleg vinna verið lögð í að skoða það mál. Því nefni ég að það þurfi að vinna að því að skoða málið, heildstætt og með hag sjóðsfélaga í fyrirrúmi og að þá vinnu þurfi að hefja sem fyrst. 

Það er vissulega fullt af sjálfskipuðum "sérfræðingum" sem allt þykjast vita og eru duglegir við að koma sínum skoðunum á framfæri, en fáir, ef nokkrir geta þó lagt fram einhverjar staðreyndir máli sínu til sönnunar.

Vel gæti komið út úr þeirri skoðun að best væri að leggja sjóðina alveg af, eða að stofna bæri einn lífeyrissjóð fyrir alla. Allt þar á milli á að skoða og einhverstaða er þar hin rétta leið.

En blogg mitt var fyrst og fremst gagnrýni á þá skipan sem nú er viðhöfð og þá einkum um stjórnun sjóðanna og þá fáráðnlegu staðreynd að sjálfir sjóðsfélagar skuli lítið sem ekkert geta haft áhrif á val í stjórnir eða áhrif á þær.

Það má aldrei gleymast í umræðunni um lífeyrissjóðakerfið að þarna er um fjármuni launþega að ræða. Iðgjöld sem ekin eru af launum launafólks og það mótframlag sem atvinnurekandi leggur til, er til komið vegna kjarasamninga og er lögbundið. Þetta er því fé launþegans og enginn annar getur gert kröfu til þess né höndlun eða vörslu. Það á alfarið að vera í höndum launþega sjálfra hvernig með það er farið.

Hitt er svo annað mál, eins og áður segir, gæti vel verið besta lausnin að leggja niður sjóðina og launafólkið fái þetta fé bara í sitt launaumslag, þó persónulega telji ég þá leið ekki vera rétta. Tel að með því sé í raun verið að skerða mjög þær tryggingar sem sjóðirnir veita þeim sem lenda í því að vinnugeta þeirra skerðist langt um aldur fram, þó hugsanlega það gæti verið betra ef einungis er horft til ellilífeyrisins.

Þó lífeyrissjóður sé í raun einfallt kerfi, eins og ég held fram í blogginu, þá er kannski ekki svo einfallt hvernig skipulag þeirra skuli vera og ekkert sem segir að núverandi skipulag sé það besta, þvert á móti má ætla að betra fyrirkomulag sé til. A.m.k. hvað varðar stjórnun þeirra.

Gunnar Heiðarsson, 8.8.2012 kl. 03:11

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það á að leggja þetta drasl niður og fólk á að ráða sjálf hvað þeir geri við peningana sína.

flestir Íslendingar eru gáfaðir menn þannig að auðvitað mun fólk spara sjálft til eldri áranna.

ef þau gera það ekki þá var það bara þeirra val.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.8.2012 kl. 00:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.youtube.com/watch?v=D3N2sNnGwa4

mæli með að þú horfir á alla tíu þættina með Milton Friedman... kklukkutímar hvor.

samtals tíu klukkutímar.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.8.2012 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband