Vandi evrunnar verður ekki talaður burtu

Orð eru til alls fyrst, en þau duga þó skammt ef engar efndir fylgja á eftir.

Frá því evrukreppan reið yfir, fyrir rúmum tveim árum síðan, hafa þeir sem tekið hafa sér það vald að stjórna aðgerðum, verið duglegir að koma fram með yfirlýsingar. Oft hafa þær yfirlýsingar slegið á ótta fjárfesta, en þar sem ekkert hefur fylgt á eftir af hálfu þessara ráðamanna, hefur ekki tekist að halda við trú á þessum gjaldmiðli.

Ekki hefur þetta fólk, sem valdið tók, þó mikið fyrir því að ráðgast við aðra. Ekkert samband er haft við önnur ríki evrunnar fyrr en búið er að móta einhverjar reglur og þá til þess eins að láta þau samþykkja þær. Ekkert er hlustað á viðvaranir hagfræðinga, sem allir eru orðið á sama máli um að evrunni verði vart bjargað, nema auðvitað íslenskir hagfræðingar. Þeir telja evruna sterka.

Yfirlýsing Merkel og Monti nú og Holande og Draghi fyrir helgi, eru jafn innihaldslaus og áður. Orðagjálfur sem engu skilar.

Vandinn er þekktur og lausnir einnig. En þær eru sársaukafullar og engin von til að pólitíkusar hafi þann kjark sem þarf til, til lausnar hans. Þá er frekar flotið sofandi að feigðarósi.

Grunnvandinn er einn gjaldmiðill yfir mörgum hagkerfum. Þetta gengur ekki upp og svo merkilegt sem það er, þá skrifuðu fjöldi hagfræðinga undir bréf til ráðamanna ESB, áður en evran var tekin upp og vöruðu við þessu. Ekkert var hlustað á þá þá frekar en nú. Það er einföldun að ætla að kenna einhverjum ríkjum um vandamálið. Vandi þeirra er vegna þessa galla á evrusamstarfinu.

Til lausnar þessum vanda eru einungis tvær leiðir; sameiginlegur gjaldmiðill yfir sameiginlegu hagkerfi, eða margir gjaldmiðlar yfir jafnmörgum hagkerfum.

Nú upp á síðkastið hafa ýmsir rætt að sameina hagkerfin undir einn hatt. Það er í raun stofnun stórríkis og þau lönd sem stæðu að evrunni munu þá missa allt sitt vald, verða sem hreppur innan ESB. Þessi lausn er svo sem framkvæmanleg, en ef hún verður framkvæmd án aðildar og samþykkis þegan þeirra landa sem lát sitt sjálfstæði af höndum, er betra heima setið en af stað farið. Slík afgreiðsla málsins er bein ávísun á róstur inna og milli evrulanda, sem auðveldlega geta breyst í styrjöld, með öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Því er þessi lausn í raun ófær, enda tæki hún of langann tíma í framkvæmd. Ekki víst að líftími evrunnar sé nógu langur til þess.

Þá er hin leiðin eftir, að gera upp evuna. Sú leið er vissulega sársaukafull, þó sýnu sársaukafyllst fyrir fjármálaöflin. En hún gefur þó þjóðum Evrópu von um bjartari framtíð. Vissulega mun þá gengi flestra ríkja evrunnar falla og sumra mikið. Sennilega mun gengi einstakra ríkja hækka, en það er þó ekki víst. Þetta er eðlilegt þar sem gengi gjaldmiðils hvers ríkis væri í raun að leiðrétta sig til samræmis við getu hagkerfa þeirra, eftir rúmlega áratugar rangrar skráningar.

En eins og áður segir, þetta yrði ekki sársakalaus aðferð. Þó sársaukaminni en að  láta fall evrunnar koma stjórnlaust, eins og allt stefnir í. Það er þó ljóst að sársaukinn eykst við hvern dag sem líður án þess að þessi vegferð verði hafin. Það þarf auðvitað að gera þetta í góðri samvinnu milli ríkja evrunnar, í samstarfi við þær þjóðir sem stæðstu hagkerfin hafa í heiminum og með aðstoð AGS. Þannig er hægt að lágmarka sársaukann, bæði innan þeirra ríkja sem evruna mynda, en ekki síður annara ríkja, sem vissulega munu finna fyrir þessari breytingu.

Vandi evrunnar verður ekki talaður niður, svo mikið er víst. Ef svo væri, væri Merkel fyrir löngu búin að bjarga henni, svo oft hefur hún gefið loforðin!

 


mbl.is Sameinast um verndun evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband