Baráttan hafin

Baráttan um völdin í Samfylkingunni er opinberlega hafin. Vissulega hafa verið væringar innan flokksins um nokkurt skeið, en undarlega vel hefur tekist að halda þeim frá fjölmiðlum. Kannski vegna tengsla flokksins við flesta fjölmiðla landsins.

En nú skal láta sverfa til stáls og engu eirt. Hvaða fylking flokksins mun svo standa uppi að loknu þessu stríði mun framtíðin leiða í ljós. Þó er ljóst, eftir rúmlega þrjú ár undir hnefa Jóhönnu, er spurning hvort flokkurinn þoli frekari væringar. 

Svo er stóra spurningin, hvort þessi styrjöld sem hafin er inna flokksins, muni flýta fyrir stjórnarslitum, hvort fylgismönnum Jóhönnu beri orka til að halda stjórninni saman um leið og það reynir að verja stöðu sína innan flokksins.


mbl.is Úrslitastuðningur sóttur til Hreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segjum nei við ESB ... og Nubo armi Samfylkingarinnar.

Vonandi splundrast allur gjörspilltur og rotinn 4-flokkurinn. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband