Leikfimi tölfræðinnar

Menn leika sér að tölfræðinni og komast að hinum ýmsu niðurstöðum. Því er ýmist haldið fram að kaupmáttur launa nú sé á svipuðu róli og 1993 eða 2004, eftir því hver hagfræðingurinn er!

Menn geta sjálfsagt komist að þeirri niðurstöðu, með leikfimi tölfræðinnar og ásetningi, að kaupmáttur nú sé svipaður og 2004. En það er fleira sem spilar inn í kjör fólks en kaupmáttur einn saman. Það er eignir. Ekkert fyrirtæki skoðar einungis tekjur og gjöld hjá sér, heldur eru eignir ekki síðri stærð í þeirra bókhaldi. Jafnvel svo að sum fyrirtæki hafa yfir að ráða bókhöldurum sem eru sérlega fundvísir á "viðskiptavild", til að bæta bókhald þeirra.

Við hrun bankanna, haustið 2008, hrundu eignir margra einstaklinga mikið, jafnvel um meir en 50%. Hjá mörgum var þetta meiri rýrnun eigna en þeir gátu afborið, þó mörgum hafi tekist að halda sjó, enn um sinn.

Svo mikil skerðing eigna, hjá fólki sem hefur tiltölulega lítið afgangs til að byggja upp eignir, hefur komið því fólki í stöðu sem enginn hagfræðingur vill skoða. Oftar en ekki var þarna í einu vettfangi tekin margra ára og jafnvel áratuga sparnaður fólks! Það stendur nú uppi með skuldir einar saman en engar eða mjög litlar eignir.

Og hvert fór þessi sparnaður fólks? Jú til að byggja upp þau fyrirtæki sem stóðu að eignaskerðingu þess, bankanna!!

Þá er ljóst að skattar og skerðingar af hálfu ríkisins eru mun meiri nú en árið 2004, þó hagfræðingarnir vilji auðvitað meina að það komi inn í útreikning þeirra um kaupmáttinn. Málið er bara það að þegar menn fara að leika sér að tölum, þurfa þeir forsendur. Og forsendur hagfræðinga eru opinberar tölur. Þær tölur eru allar byggðar á einhverjum meðaltalsgildum og því þeir hópar sem verst standa í raun utan hagfræðinnar!

Einstaklingar geta ekki lagt fram einhverja "viðskiptavild" í sínu skattframtali. Þar koma fram tekjur, eignir og skuldir, í þeim stærðum sem þær raunverulega eru. Ekkert froðufé er hægt að setja þar inn, eins og sum fyrirtæki geta leift sér til að fegra sinn efnahagsreikning.

Menn geta leikið sér að tölfræðinni. Við sáum hvernig slíkur leikur fór með þjóðina haustið 2008!

Hvort kaupmáttur nú sé á svipuði róli og 1993 eða 2004, skiptir í sjálfu sér litlu máli, þegar eignir hafa verið þurkaðar af fólki og það situr uppi með skuldir þeirra eigna sem það þó ekki á lengur. Þegar stjórnvöld telja að þessi hópur, sem hefur verið gerður eignarlaus, sé einmitt sá hópur sem mestar byrgðir eigi að bera vegna talnaleikfimi hrunliðsins. Þegar stjórnvöld reisa skjaldborg til varnar þessu hrunliði!!

 

 


mbl.is Staða launa eins og 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband