Mörður vill sovéskt yfirbragð á Reykjavík

Njólinn er útaf fyrir sig ágætis jurt og á fullann rétt á sinni tilveru. En hvort af honum sé prýði er erfitt að sjá, sérílagi í borgum og bæjum. Þetta er einstaklega lífsseig jurt og engin hætta á því að honum verði útrýmt þó sleginn sé niður innan borgarmarkanna.

Tilraun Marðar til að verja aumingjaskap borgarstjórnar er frekar ömurleg. Hann talar um "amerískar bílaborgir" eins og það komi málinu eitthvað við. Þetta er spurning um snyrtimennsku, þetta er spurning um heilsufar þúsunda manna.

Sá aumingjaskapur borgaryfirvalda að slá ekki umferðareyjur og grasbletti borgarinnar er óafsakanlegur. Þar liggur einungis ein hvöt að baki, að spara peninga svo hægt sé að fóðra hin ýmsu gælumál borgarfulltrúa.

Það er auðvitað hverjum manni heimilt að reyna að verja svona sóðaskap, en þá á sá hinn sami að gera það á réttum forsendum. Að verið sé að spara fjármagn. Að ætla að reyna að koma með önnur rök er ekki hægt.

Loðnar grasflatir og ekki síst njólaskógar, sækja í sig svifrykið. Einkum þegar veður eru þurr og hæg. Síðan þegar hvessir fer þetta ryk af stað með tilheyrandi heilsufarsvanda. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að gras og njóli gefa af sér fræ. Með reglulegum og örum slætti er hægt að halda því niðri. Þetta kemur því ekkert fagurfræðinni við, kemur ekkert við hvort þetta líkist "amerískum bílaborgum". Það kemur heldur ekkert því við þó einstaka þingmaður vilji fá ásýnd sovéskra borga yfir Reykjavík. Það er af heilsufarsástæðum sem vel reknar borgir sjá sóma sinn af því að slá hjá sér grasbletti og umferðareyjur. Fegurðin er einungis aukaafurð.

Eitt sinn þótti það hin mesta fyrra að baða sig reglulega. Það voru þó ekki fagurfræðilegar ástæður fyrir því og sannarlega ekki heilsfarslegar. Þar var hin algilda heimska sem réð ríkjum.

Við skulum vona að Mörður sé ekki haldinn þeim kvilla!!

 


mbl.is Kemur njólanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein hjá þér og vonandi lesa menn hana ekki eingöngu með pólitískum gleraugum..............

Jóhann Elíasson, 9.7.2012 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband