Vanhæfi utanríkisráðhera
4.7.2012 | 08:45
Það er orðið deginum ljósara að utanríkisráðhera er orðinn vanhæfur. Enn einu sinni sannast að hann stundar kaldar lygar að þjóðinni, til að framhalda svokölluðum samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB.
Orð Maríu Damanaki taka af allann vafa, hún tengir makríldeilu okkar við ESB beint umsókninni og segir ekki hægt að opna viðræður um sjávarútvegskaflann fyrr en þeirri deilu líkur. Þar sannast sem sagt hefur verið en utanríkisráðherra og reyndar formaður samninganefndarinar hafa haldið fram að væri alls óskylt mál. Þessir aðilar hafa logið að þjóðinni og eru því orðnir vanhæfir í starfi. Þeim ber strax að víkja!
En það er fleira sem kemur fram hjá grísku frúnni. Hún segir að umsóknarríki verði að virða löggjöf ESB. Að umsóknarríki sé í raun orðið aðili að ESB um leið og umsókn er lögð inn. Þessi orð stangast nokkuð á við það sem haldið var fram og umsóknin byggðist á, að skoða ætti kosti og galla umsóknar. Það er ljóst að ekki hefði náðst meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókn ef þingmenn hefðu vitað að svona væri í pottinn búið, að umsóknarríki verði að gangast undir loggjöf ESB strax frá fyrsta degi umsóknar.
Margir þeirra sem eru á móti aðild hafa haldið því fram að um aðlögunarferli væri að ræða, en það er ekki rétt nema að litlu leiti. Málið er mun alvarlegra.
Eftir þessa heimsókn Damanaki til okkar lands ætti ekki neitt að vera til fyrirstöðu um kosningu um framhald umsóknarferlisins. Það er ekki lengur nein óvissa um hvort við fáum einhverju áorkað í þeim viðræðum. Það liggur ljóst fyrir að við verðum að gangast undir löggjöf ESB á öllum sviðum og ekki neinir kaflar opnaðir nema þeirri kröfu sé uppfyllt um viðkomandi málefni.
Því á núna að draga umsóknina til baka, áður en utanríkisráðherra nær að skaða þjóðina enn meira. Það á að draga umsóknina til baka svo hún þvælist ekki fyrir í viðræðum um okkar hlut í makrílveiðunum.
Það á að draga umsóknina til baka og ekki sækja aftur um nema meirihluti þjóðarinnar hefur gefið Alþingi umboð til þess, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau gögn sem nú liggja fyrir eru meir en næg til að taka upplýsta afstöðu til málsins og því engin ástæða til að halda þessum skrípaleik áfram.
Ögurstundin er í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einna erfiðast er að skilja hvernig Íslenskri þjóð hefur tekist að velja þennan aumingjahóp til að stjórna landinu. Væri einhver manndómur í ráðherraliði okkar hefðu þau valið leið Jóns Bjarnasonar og krafið Maríu þessa um afsökunarbeiðni fyrir að hafa í hótunum við okkur.
Ef ekki er hægt að opna samningaviðræður um sjávarútvegsmál núna eigum við að þakka fyrir okkur og standa upp frá samningaborði, það er alls ekki ásættanlegt að haft sé í hótunum við okkur á sama tíma og verið er að semja um aðild okkar að bandalaginu.
Reyndar er nokkuð gott að innrætið komi í ljós áður en við höfum látið glepjast til fylgilags við ESB, það er auðveldara að hætta nú en að vinslit verði eftir inngöngu.
Kjartan Sigurgeirsson, 4.7.2012 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.