Tölfræði stjórnarliða

Ólafur Ragnar Grímsson hlaut glæsilega kosningu til áframhaldandi setu sem forseti lýðveldisins Ísland, síðastliðinn laugardag.

Gegn honum var telft fulltrúa stjórnarliða og engu til sparað í hennar baráttu. Þar var notað þrisvarsinnum meira fjármagn til baráttunnar en Ólafur notaði, auk þess sem kosningamaskína ákveðins stjórnmálaflokks var virkjuð henni til handa. 

Það voru því mikil vonbrigði þegar niðurstöður kosninga lágu fyrir og ljóst var að stjórnarliðum hafði mistekist sitt ætlunarverk. Í gær sunnudag, daginn eftir kosningar,  hlupu svo talnaspekingar stjórnarliða fram á völlinn. Þar komu fram þingmenn, ráðherrar og sérlegir spekingar ríkisstjórnarinnar úr menntaelítunni og héldu því fram að Ólafur hefði ekki fengið rúm 50% atkvæða, heldur einungis um 35%. Hvað fékk þá frambjóðandi stjórnarliða mikið fylgi? Samkvæmt sömu rökfræði einungis rétt rúm 20%!! Þá má í sama tilgangi spyrja hvernig ríkisstjórnin túlkar kosninguna til stjórnlagaþings!

En auðvitað vita stjórnarliðar að þetta eru hártoganir, þeir geta varla verið svo andskoti heimskir að þeir skilji ekki eðli lýðræðisins. Eða hvað? Er það kannski tilfellið?

Yfirráðherra Íslands, Steingrímur J Sigfússon átti erfitt með að fela vonbrigði sín og hvatti forsetann til að líta í eiginn barm. Hann taldi þetta skýrt merki um að breyta þyrfti stjórnarskrá á þann veg að þegar um fleiri en tvo frambjóðendur væri að ræða, ætti að kjósa aftur um þá tvo efstu. Slík breyting væri vissulega til bóta og þá væri væntanlega farin svipuð leið og annarsstaðar, þar sem slík ákvæði eru í gildi. En yfirleitt er talað um að ekki þurfi aðra kosningu ef einn frambjóðandi nær yfir 50% kosningu. Því hefði slíkt ákvæði ekki breitt neinu nú.

Nema auðvitað að ráðherrann vilji láta kjósa þar til einhver frambjóðandi nái stuðningi 50% atkvæðisbærra manna í landinu. Þá er hann vitlausari en áður hefur komið fram.

Tölfræðin virðist vefjast nokkuð fyrir stjórnarliðum og því kannski eðlilegt hversu illa þeim gengur að koma landinu út úr þeirri kreppu sem féll á það haustið 2008, fyrir tæpum fjórum árum síðan!

Er ekki kominn tími til að láta þetta pirraða fólk, sem hefur smánað Alþingi, fá frí? Er ekki kominn tími til að velja nýtt og hæfara fólk ínn á þing okkar, fólk sem hefur kjark og þor til að framkvæma? Er ekki kominn tími til að losa Alþingi við það fólk sem virðist telja sitt hlutverk að sundra þjóðinni, í stað þess að sameina hana?

 

 


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illa kæmu stjórnarflokkarnir út úr skoðanakönnum ef þeirra tölfræði væri notuð og gert ráð fyrir að þeir sem eru óákveðnir eða vilji ekki svara séu á mót ríkisstjórninni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 11:18

2 identicon

Síðan hvenær er Ólína sannfærandi? Hún kvartar og kveinar og öskar og æpir ef einhver andar á foryngja hennar og Herra Össur-ei-svo-skarpan, en segir ekki neitt ef ráðist er ranglega að neinum sem hefur ekki "réttar skoðanir". Hún stendur bara með "sínu fólki", líkt og aðrir mafíumeðlimir, svo og annað hugsjóna- og prinsipplaust fólk, sem skilur enga heimspeki, bara blinda foryngjahlýðni. Hún er svokallaður FLOKKSHUNDUR (afsakið hundaeigendur og hundar, en þið skiljið hvað ég meina, glæpur að líkja hundum við slíka, ég veit), og þeir gelta bara þegar ráðist er á húsbóndann. Hún kann bara að hlýða, vera þæg og segja "HEIL!" á réttum stundum, rétt eins og Þóra hennar átti að gera, en það er ENGINN séns hún fá nokkurn tíman jafn stórt tækifæri og Þóra á neinu sviði lífsins, því sá heimur er að rísa þar sem FLOKKSHUNDAR, sama í hvaða flokki, fá ENGIN tækifæri meir, heldur bara ALVÖRU FÓLK!

Anti-Flokks-Hundismi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband