Er ráðherra yfirleitt kunnugt um nokkurn skapaðan hlut ?
1.6.2012 | 18:20
Steingrímur kannast ekki við að sendiherra ESB hafi blandað sér með beinum hætti í umræður um aðild Ísland að ESB.
Það var þó í kjördæmi ráðherrans sem sendiherrann hóf sitt ferðalag um landið með boðskap um hversu gott væri innan ESB, það var í kjördæmi ráðherrans sem sami sendiherra kom fram með fádæma dónaskap til þeirra sem efuðust um þann boðskap. Síðan hélt sendiherrann ferð sinni um landið og hélt uppteknum hætti!
Það kemur þó ekki á óvart þó ráðherran kannist ekki við þetta, enda löngu komin úr öllu sambandi við land og þjóð, sérstaklega þó sína eigin kjósendur í eigin kjördæmi!!
Fréttaritaranum skal svo bent á að Ásmundur Einar er ekki í VG og því ráðherrann ekki hans formaður. Það væri tilbreyting ef fréttaritarar vissu um hvað þeir rita og ef eitthvað vefst fyrir þeim, þá spyrja sér vitrari menn. Ritstjóri Moggans hefði getað sagt fréttaritara þessa staðreynd, ef enginn annar gat það!!
Ráðuneyti ekki kunnugt um áhrif ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru NEI sinnar komnir í afneitun?
Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2012 kl. 22:27
Já það er kannski betra fyrir hann að spila sig út á túni til að geta sagt það sem honum er sagt að segja liggur við að ég segi...
Alþingi er búið að úthluta styrkjum og við Sleggjuna og Hvellinn þá væri frekar að segja um nei sinna að þeir væru meðvitaðri um hag sinn og sinna hér á Íslandi og bera hann þar afleiðandi sér fyrir brjósti...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.6.2012 kl. 01:13
Málið er að það veit ENGINN hvað kemur út úr þessum viðræðum.
Til þess að vita það þyrfti viðkomandi að vera "sjáandi", og eiga góða kristalskúlu.
Látum þetta ferli klárast, og svo tekur þjóðin ákvörðun í framhaldi af því.
ÞAÐ ER LÝÐRÆÐI.
Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 01:49
Lýðræðið var fótum troðið, Kristinn, þegar gengið var framhjá þjóðinni um þá ákvörðun að sækja um aðild að ESB. Svo þið ættuð að tala varlega um lýðræði!!
Það er heldur ekki rétt að ekki sé vitað hvað út úr viðræðum kemur. Það kemur tilboð frá ESB um inngöngu, enginn samningur. Í því tilboði gæti hugsanlega leynst einhverjar tilslakanir til einhvers tíma á upptöku einstakra laga og reglna ESB, en engin varanleg undanþága.
Samninganefnd ESB er bundin af Lissabonsáttmálanum og hann heimilar engar varanlegar undanþágur, sama hversu mikill vilji ESB manna er.
Því þarf að breyta þeim sáttmála til að við geturm fengið varanlega lausn og varla hægt að gera ráð fyrir slíku.
Gunnar Heiðarsson, 2.6.2012 kl. 08:49
Það þarf ekkert að eiða þremur árum í að bíða eftir að fá að kíkja í pakka sem hefur staðið opinn allan tíman.
Þetta með að kíkja í pakkann er bara sjónhverfingar atriði sem virkar ljóslega vel á einfalda.
Kíkt þú bara í þína kristalskúlu Rósantsson og segðu okkur frá ævintýrunum og dýrðinni sem vitlausasta fólk heimssögunnar er að skapa þar.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.6.2012 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.