Sæstrengur mun örugglega reynast bretum arðbær

Það er ljóst að sæstrengur mun reynast bretum arðbær, en spurning hvort það sama eigi við um Ísland.

Vissulega er hægt að reikna sig að "réttri" niðurstöðu og það hefur Landsvirkjun gert. En dæmið er stærra en það. Atvinnusköpun er kannski nærtækust. 

Verði lagður sæstrengur má fastlega gera ráð fyrir að krafa um auknar virkjanir verði fljótar að koma fram. Arðsemin hlýtur að liggja í magninu sem flutt er út. Þar sem takmörkun er á orkuvinnslu hér á landi, er spurning hvort við eigum að nota hana til atvinnuuppbyggingar erlendis eða hér á landi. Þegar einkaaðilar eru komnir með sína putta í slíkan streng, verður krafan um aukna orku enn meiri. Þeirra hagur er einnig bundin magni.

Það er þó undarleg þessi umræða, þar sem ekki hefur enn verið fundin lausn á lagningu sæstrengs á svo miklu dýpi sem er í hafinu milli Íslands og Bretlands. Það er sem sagt ekki til tækni til framleiðslu á slíkum streng enn. Hvort sá vandi leysist á næstunni er svo aftur spurning, en engin lausn er enn til. Því er þessi umræða í raun barnaleg!

Þegar tækni verður til má kannski skoða dæmið, ef landsmenn vilja gera Ísland að þriðjaheimsríki orkuútflutnings, svona eins og t.d. Sómalía! 

Orkan sem við eigum er takmörkuð auðlind og hana eigum við að halda fyrir okkur. Nota hana okkur sjálfum til gagns og auðsældar. Við eigum ekki að framleiða orku svo aðrar þjóðir geti notið þessa auðs!

 


mbl.is Sæstrengur gæti reynst arðbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

   Lönd sem selja fullunna vöru, fá að öllu jöfnu mest fyrir sitt hráefni.  Ef hér verður einhvertíma til afgangs orka af einhverjum undarlegum  ástæðum, sem Bretar vilja kaupa, þá verða þeir að kosta flutninginn sjálfir. 

Annars er undarlegt hvað það poppa upp mikið af furðulegum, óþörfum, óarðbærum hugmyndum nú um mundir, einmitt þegar við höfum mesta þörf fyrir atvinnulíf sem skilar arði, skilar gjaldeyri sem hægt er að nota til framkvæmda og borga skuldir. 

En svoleiðis háttarlag hefur aldrei hentað kommúnistum.  Það eru slagorðin staðreyndarviltu,  fölsku upphrópanirnar og villuljósinn sem er þeirra aðalsmerki.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2012 kl. 20:21

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mæltu heill Gunnar!

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.5.2012 kl. 22:35

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Hrólfur og Bergljót. Takk fyrir að taka má stund til að lesa hugrenningar mínar.

Það er fleira sem gæti breyst við sölu á rafmagni til annara landa, ef tæknin einhverntíman gerir slíkt mögulegt. Það er raforkuverðið. Það er ljóst að þó við bölvum ramagnsreikningum okkar og þykja þeir ósanngjarnir og háir, er verð orkunnar til heimila hér á landi með því ódýrasta sem þekkist í heiminum. Viðbúið er að það muni breytast og orkuverð til heimila fært nær því sem er t.d. á Bretlandi. 

Þar kemur tvennt til. Um sama orkusvæði verður að ræða og því líklegt að ESB fari að skipta sér af málum, með sinni víðkunnu "jafnaðarstefnu" og hitt að kostnaður við flutning á okunni út verður svo mikill að verð hennar við enda línunnar hérna megin getur aldrei orðið nema einhverjir snáaurar. Jafnvel enn lægra en stóriðjan borgar núna.Svo einhver verður að borga og þá eru auðvitað notendur hér á landi nærtækastir.

Ég var eindreginn stuðningsmaður stóriðju en hef horfið frá þeirri braut. Hélt eins og svo margir að orakn væri ótæmandi. Þó er ég ekki alfarið á móti slíku, en tel að stíga þurfu varlega til jarðar á því sviði. Þeim framkvæmdum á því sviði sem þegar hafði verið tekið ákvörðun um, á að flýta, enda mun það hjálpa okkur mikið til að komast út úr kreppunni. Eftir það á að skoða vandlega hvort lengra skuli haldið á þeirri braut.

Lágt verð til stóriðju skapast af mikilli notkun og því hagkmari framleiðslu og dreifingu. En ef við getum boðið lægra verð til stóriðjunnar á þeim forsendum, er hægt að bjóða lægra verð til annara aðila, svo sem tölvuvera og gróðurhúsaræktunar. Þeir aðilar eru sannarlega stórnotendur, þó litlir séu í samanburði við stóriðjuna. Það þarf ekki að byggja einhver risa gróðurhús til að ná slíkri stærðareiningu, einungis að safna saman þeim gróðurhúsum sem til staða eru. Þau eru oftast mörg á tiltölulega smáum svæðum og samlagning þeirra gerir flutnig orkunnar ódýrari. 

Það er eins og við Íslendingar þurfum alltaf að gera allt svo stórt, það má aldrei skoða hlutina út frá heildinni, taka saman þá smáu og hagkvæmu og skoða samlegðaráhrif þeirra. Allt verður að vera á mælikvarða stórveldanna.

Við sjáum nú t.d. hvenig fór fyrir þeim sem ætluðu sér að fara út í verksmiðjubúskap hér á landi og keyptu til þess ótalinn fjölda jarða. Bankinn situr uppi með flestar þær jarðir og er nú að auglýsa þær til sölu. Þar var hugsað stórt, en við búum í litlu landi og erum einungis rétt rúmlega 300.000. Fyrir okkur gilda ekki sömu lögmál og stórþjóðirnar. Auk þess hefur komið í ljós að slíkur búskapur er alls ekki eins hagkvæmur og haldið var og sífellt fleiri þjóðir eru að reysa skorður gegn þeim.

Ef selja á raforku úr landi, sama með hvaða hætti, er verið að kippa öllum grundvelli undan landinu og uppbyggingu þess. Þá verður Ísland einungis sem lítill sveitahreppur með sífækkandi íbúum. 

Við eigum að nota okkar rafmagn fyrir okkur. Nota það til uppbyggingar og hagsældar fyrir okkar litla og fagra land. Við eigum að stíga varlega til jarðar í orkunýtingu, en þó með þeim hætti að hagsæld verði við haldið. Að mínu mati er stóriðjan ekki þar innan, til lengri tíma litið. Það er svo fjölmargt annað til.

Það mætti t.d. selja ódýrt rafmagn til að framleiða eldsneyti til nota hér á landi og spara með því gjaldeyri. Það væri góð viðbót við aðra þá kosti sem eru á því sviði.

En orkuna eigum við aldrei að selja úr landi. Hún er okkar gull.

Gunnar Heiðarsson, 1.6.2012 kl. 08:29

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er ennþá ahjartanlega sammála þér, og þakklát fyrir að opna umræðu um þetta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2012 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband