Farið með fleipur
30.5.2012 | 16:05
Í eldhúsdagsumræðum í gærkvöldi fagnaði Ögmundur Jónasson því sérstaklega að Stefan Fule skyldi koma í heimsókn. Hann fullyrti að Fule hefði sagt að niðurstaða myndi liggja fyrir um öll efnisatriði samnings við ESB fyrir næstu Alþingiskosningar. Nú segir Fule hins vegar að erfiðustu kaflarnir muni hugsanlega verða skýrari EFTIR næstu kosningar.
Steingrímur vill láta opna erfiðustu kaflana sem fyrst. Samkvæmt þessari frétt mun það þó ekki verða gert nærri strax. Auðvitað átti að ganga til viðræðna við ESB með því markmiði að opna fyrst erfiðustu kaflana og sjá hvort saman næði þar. Þá hefði verið hægt að spara mikla vinnu sem unnin er til einskis. En Alþingi bar ekki gæfa til að setja slík skilyrði og því tómt mál fyrir Steingrím að óska sér einhvers nú. Viðræðuferlinu er stjórnað af ESB frá Brussel og því verður ekki breytt héðan af. Auðvitað gæti Alþingi þó samþykkt kröfu um slíka meðferð málsins, en líklega liti ESB á það sem slit viðræðna. Þeir ráða!!
Stefan Fule segir að viðræður gangi vel. Á þrem árum hefur tekist að opna 15 kafla af 35 og loka 10 þeirra. Allt eru þetta kaflar sem í raun hefur ekki þurft að semja um. Samkvæmt tölfræðinni munu líða að minnsta kosti þrjú ár enn áður en allir kaflar hafa verið opnaðir og samningur ekki tilbúinn fyrr en eftir meira en sex ár í viðbót. En þar sem allir erfiðustu kaflarnir eru eftir, má búast við að þessi tími verði mun lengri! Þetta staðfestir Fule í raun í viðtalinu, þegar hann segir að hann vonist til að hægt verði að opna tvo kafla í sumar!!
Þá eru undarleg ummæli Fule um að engin tengsl séu á milli makríldeilunnar og aðildarviðræðna. Það væri gaman að vita hvort Skotar og fleiri þjóðir ESB séu honum sammála, svo ekki sé nú minnst á grísku frúnna Damanaki!
![]() |
Kosið verði þegar samningur liggur fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.