Lifir getulaus í eigin heimi

Steingrímur krefur stjórnarandstöðuna um ábyrgð. Það er af sem áður var, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. Þá afsalaði hann sjálfur allri ábyrgð af gerðum stjórnavalda af sjálfum sér, skýrt og skilmerkilega!

En það hefur ekki staðið á stjórnarandstöðunni að axla ábyrgð. Það hlýtur hver að axla ábyrgð eigin gerða og stjórnarandstaðan axlar ekki ábyrgð nema fá að koma að ákvarðanatökum. Það hefur vissulega skort verulega á slíkt í tíð núverandi ríkisstjórnar. Frumvörp eru samin í ráðuneytum án allrar aðkomu stjórnarandstöðu og lögð fram á þingi. Síðan er ætlast til að stjórnarandstaðan segi bara já og amen! Ef einhver vill umræðu um málin, er það kallað málþóf og það af þeim sem eiga þó met í slíkri iðju!!

Steingrímur talar mikið um viðsnúning og nefnir ýmsar mælingar því til stuðnings. Staðreyndin er þó að ekkert af hans stjórnarathöfnum hefur komið þeim viðsnúning til. Ef hann hefði náð sínu fram væru hér á landi þvílíkar hörmungar að sjálft Grikkland væri draumalandið! Það sem hefur komið þeim viðsnúning til, sem Steingrímur hælir sér af, eru gerðir fyrri ríkisstjórnar með neyðarlögum, leiðrétting á gengi til samræmis við getu þjóðarinnar og síðast en ekki síst þeir einstaklingar sem hafa sýnt þrek og þor til að halda hér uppi atvinnufyrirtækjunum, þrátt fyrir fjandsamlegt umhverfi frá stjórnvöldum. Steingrímur á engan þátt í þessum viðsnúning, þvert á móti hefur hann lagt sig fram um að reyna með öllum hætti að stöðva hann. En þar, eins og í öðru er hann nánast geturlaus!!

Þá segir Steingrímur að þjóðin muni ekki vorkenna þingmönnum að vinna inn í sumarið. Vissulega rétt, en hvort þjóðin hafi vilja til að horfa upp á þennan skrípaleik stjórnvalda á Alþingi fram á sumar er annað mál. Það má vera að þjóðin vorkenni sjálfri sér ef þing verður starfandi langt inn í sumarið! Í þessu sambandi nefndi ráðherra tvö dæmi máli sínu til stuðnings og sagði að sjómennmenn færu ekki bara í land og léti netin eftir í sjó og að bændur hlypu ekki burt í miðjum sauðburði. Það vill svo til að sjómenn vita hvenær vertíð lýkur og leggja því ekki net sín á síðasta degi hennar, heldur haga sínum veiðum þannig að öll net séu úr sjó við vertíðarlok. Bændur vita í janúar hvenær sauðburði er lokið og skipuleggja sína vinnu út frá því. Steingrímur ætti kannski að fara í nám til þessara starfstétta og læra að vinna, læra að skipuleggja!! Sjómenn og bændur eru greinilega meiri menn en ráðherrar!!

Steingrímur J Sigfússon lifir getulaus í eigin hugarheimi. Þar er hann superman!! Það skildi þó ekki vera að AGS hafi verið að gera grín að honum þegar þeir buðu honum, á göngum einhvers skifstofuhúsnæðis í Washington, að taka við Grikklandi.

 


mbl.is Stjórnarandstaðan axli ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband