Svört skýrsla þann 30.

Miðvikudaginn 30. maí mun verða birt svört skýrsla frá ESB um ástandið innan evrulanda.

Þegar hafa lekið upplýsingar úr skýrslunni til erlendra fjölmiðla, m.a. um að illa gangi að koma málum á réttan kjöl á Ítalíu og hvatt til enn harðari aðgerða í skattheimtu þar í landi.

Þá er vitað að bankakerfi Spánar er að hruni komið og þegar verið lokað fyrir viðskipti á einum af stæðstu bönkum landsins. Hann er kominn á hausinn, nema ríkið kasti til hans ómældu fé. Ríkissjóður Spánar er vart í stakk búin til þess.

Lagarde móðgaði Grikki og streyma nú athugasemdir á facebook síðu hennar frá tugum þúsunda Grikkja.

Það er rifist um hvort gefa eigi út sameiginleg evruskuldabréf. Sú lausn hefði kannski dugað með öðrum aðgerðum í upphafi evruvandans, en nú er það of seint. Því er engin ástæða fyrir ráðamenn ESB að rífast um þetta. 

Valdabarátta um hver eigi að vera "höfuð" ESB stendur nú sem hæðst og allt virðist vera látið reka á reiðanum á meðan. Sú barátta fer þó ekki fram meðal íbúa Evrópu, heldur er lýðræðinu vandlega haldið utan við slíkar ákvarðanir. Þar ríkja allt önnur öfl en lýðræðið!!

Það er ljóst að þegar fyrsti stórbankinn fellur hefst hröð atburðarás skelfingarinnar. Þá verða öll lönd evrunnar undir og mikið meira en það. Hvort evrópski seðlabankinn hlaupi undir bagga með Spánverjum og bjargi Bankia, skal ósagt látið. Þannig er hægt að kaupa örlítinn frest. En einungis frest.

Það er með öllu óskyljanlegt að ráðamenn ESB skuli ekki snúa sér að fullum kafti að því að leysa þennan vanda, á þann eina hátt sem hann verður leystur úr þessu, með uppgjöri á evrunni. Að ráðamenn annara ríkju skuli vera að bakka upp vitleysuna um áframhald evrunnar er enn ótrúlegra, þar sem skaðinn mun ekki verða bundin við þau lönd sem þann gjaldmiðil nota, heldur verða víðtækur og verri við hvern þann mánuð sem þessari stefnu er haldið. Stýrt uppgjör evrunnar hlýtur að verða sársaukaminna en óstýrt hrun hennar!! Þó verður það ekki sársaukalaust, alls ekki.

Fjármálafyrirtæki utan evrulanda eru hins vegar á fullu að gera sig klár fyrir það óumflýjanlega, hrun evrunnar. Þar eru ekki pólitískar hugmyndir látnar ráða, heldur staðryndir!!

Á meðan þessar hremmingar ganga yfir heimsbyggðina, hremmingar af völdum evrunna, eða öllu heldur þeim sem tekið hafa sér vald til að stjórna þeirri atburðarás, standa sem hæðst, hafa íslensk stjórnvöld gefist upp á að leysa þann litla vanda sem hrjáir þessa litlu og gjöfulu eyju hér norður í Atlantshafi. 

Og lausnin sem ráðamenn hér á landi fundu var að leita aðstoðar hjá þeim sem ekki ráða við neitt í eigin ranni!! Það á að taka upp gjaldmiðil sem stendur í björtu báli!!

Hverkonar hálfvitar er þeta fólk eiginlega?!!


mbl.is Grikkir uppiskroppa með fé í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband