Evruvandinn kominn á "hold"
25.5.2012 | 12:52
Nú fer fram mikil valdabarátta milli Angelu Merkel og Francois Hollande um yfirráð yfir ESB.
Merkel reynir að verja sína stöðu sem höfuð sambandsins og æ fleiri þjóðhöfðingjar ásamt embættismönnum ESB verða henni fráhverfir. Hollande er með sterkara bakland og ætlar sér að ná yfirhöndinni. Þetta minnir mjög á skærur milli þessara ríkja á undanförnum öldum og vonandi að ekki fari á sama veg og áður, þó vissulega sú von fari minnkandi.
Á meðan er vandi evrunnar settur á "hold". Grikkland er látið hanga í lausu lofti þegar kosningar vofa þar yfir landsmönnum. Eina sem heyrist eru óviðeigandi kröfur til Grikkja um að kjósa um eitthvað allt annað en þjóðþing! Þessi framkoma eflir vissulega öll öfgaöfl, bæði til vinstir og hægri.
Bankar vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ekkert er gert, hvorki til hins betra né verra. Þeim er lofað að eitthvað verði gert, bara seinna. En það dugir þeim ekki og nú svo komið að lokað hefur verið fyrir viðskipti með einn stæðsta banka Spánar. Hann er í raun gjaldþrota. Fleiri standa illa, bæði á Spáni sem og flestum ríkjum evrulanda. Fall Bankia mun draga fleiri banka með sér inn í niðurspíralevrunnar. Allt bankakerfi evrulanda er samofið í lánum til hvers annars og því mun fall eins verða að falli annars, sem mun svo taka enn fleiri með sér. Hruninu verður ekki afstýrt!!
Á meðan neitar Merkel að láta af þeim völdum sem hún tók sér. Hún heldur fast í það sem hún var þó aldrei kosin til að gegna, hvorki að fólkinu innan evrulandana, né framkvæmdastjórn ESB. Hún einfaldlega tók sér þessi völd, með stuðningi þáverandi forseta Frakklands og þáverandi bankastjóra evrópska seðlabankans. Báðir þessir stuðningsmenn hennar hafa yfirgefið vígvölllin og hún því með öllu umboðslaus.
Á meðan blæðir evruríkjum og hörmungar leggjast yfir fólkið sem þau byggja. Það sem verra er, að þá munu einnig leggjast hörmungar yfir alla heimsbyggðina vegna aðgerða og aðgerðaleysis Merkel. Skelfilegast er þó að horfa upp á uppgang hinna ýmsu öfgasamtaka, bæði til vinstri og hægri, vítt um álfuna. Þessi uppgangur ætti þó ekki að koma neinum á óvart, sagan kennir okkur hvernig fer þegar svona er staðið að málum. Það hafa skapast kjöraðstæður fyrir hvers kyns ofgasamtök um alla Evrópu, sérstaklega í löndum evrunnar.
Merkel á að stíga til hliðar. Hennar aðferðir munu ekki bjarga evrunni. Aðferðir hinna gætu hugsanlega gert það, en þó er líklegast að það sé orðið of seint! Þeir gætu þó hugsanlega komið í veg fyrir algera hörmung og stíðsátök innan álfunnar!!
Lokað fyrir viðskipti með Bankia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir fréttaskýrendur sem vit hafa á málum segja að það sé of seint að bjarga Evrunni. Þýska þjóðin tekur undir það.
Fréttaskýrendur ákveðinna snepla hér hafa þó ekki hugmynd um að Evran sé í vanda stödd, eftir skrifum þeirra að dæma.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.