Ofbeit eða svelt á skepnum ?

Andrés Arnalds hefur mestar áhyggjur af landinu. Það eru blessuð hrossin sem flestir myndu frekar hafa áhyggjur af!

Það hefur marg sýnt sig að þó beitarhólf fari illa af ofbeit, þá jafna þau sig fljótt eftir friðun. Því kannski ekki svo mikil ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Það er annað með blessaðar skepnurnar. Þær geta búið að svona meðferð um alla ævi.

Það er með öllu óásættanlegt að svona sé farið með skepnur og á umsvifalaust að taka þær af mönnum sem haga sér með þessum hætti. Svelt á skepnum, í hvaða mynd sem hún er, á ekki að þekkjast.

Þeir sem ekki hafa efni á eða nenna ekki að hugsa um skepnur sínar, hafa ekkert með að halda þær. Hrosseign manna í þéttbýli hefur stór aukist síðustu ár. Stæðsti hluti þeirra sem halda hross sinna þeim vel, en það eru alltaf skussar innanum. Þeim ber að útrýma og það verður einungis gert með því að banna þeim skepnuhald.

En það eru fleiri en eigendur hrossanna sem ábyrgð bera. Landeigendur sem taka hross í beit eru einnig ábyrgir. Það færist þó æ meir í vöxt að hestaeigendur í þéttbýli kaupi sér landskika til beitar fyrir sín hross og halda að þá geti þeir beitt endalaust á þann skika.

Ofbeit hrossa er í sjálfu sér ekki vandamál, heldur eftirlitið og eftirfylgni þeirra mála. Þar er víða pottur brotinn. Það er ekki eins og menn séu að fara með þessa ofbeit í felur, hún blasir við hverjum sem vill sjá. Því ættu þeir sem eiga að hafa eftirlitð ekki að þurfa að leggja mikið á sig til að uppræta þennan vanda. Vilji er allt sem þarf!!

 


mbl.is Mesta ofbeit í yfir tuttugu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó að hólfið sé ofbeitt geta hrossin verið á fullri gjöf, þannig að þú hefðir komist mun fyrr að því ef hrossin í öllum þessum hólfum væru svelt.

Hins vegar hef ég króníska óbeit orðið á hestamönnum almennt einsog þeir eru í dag. Vandamálið er bara að hrossin í landinu eru að amk þriðjungi of mörg því að margir þessara "hestamanna" setja merar stanslaust undir fola í von um milljónagæðing sem aldrei kemur.

:)

Ingi St. (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 09:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega gæti verið sú staða að hrossum sé gefið í svona hólfi, en aðbúnaðurinn er þó til skammar. Það er enda auðvelt að sjá úr fjarlægð hvernig hross eru haldin, svo ekki ætti það að vera vandinn.

Hvort hér á landi eigi sér stað krónísk óbeit á hestamönnum skal ósagt látið, en vissulega eru einstaklingar innan þess hóps sem kemur óorði á fjöldann.

Vissulega eru hross í landinu orðin of mörg, um það þarf enginn að efast. 

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2012 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband