Spánn kominn í spíral hrunsins - evran komin á endastöð
17.5.2012 | 22:17
Bankia, einn af stæðstu bönkum Spánar er nánast hrunin. 50% verðfall bankans samhliða áhlaupi innistæðueigenda er staðreynd og þó ríkisstjórn Spánar boði að yfirtaka og ríkisvæða bankann að hluta, mun það ekki geta bjargað honum.
Lánshæfismat 16 banka Spánar er enn ein sönnun þess að Spánn sé kominn á fulla ferð í niðurspíral evrukrísunnar.
Það er ljóst að hagkerfi Spánar er stærra en svo að ESB geti komið því til bjargar. Það er margfallt stærra en hagkerfi Grikklands og hefur það reynst ESB ofviða. Því mun Spánn hrynja og ekkert sem getur komið í veg fyrir það. Einungis spurning hversu fljót önnur ríki evrunnar fylgir í kjölfarið og hvert þeirra verður næst.
Margir veðja á Ítalíu. Að það muni verða næsta ríki evrunnar inn í hrunspíral hennar. En kannski ætti fólk frekar að horfa til Frakklands. Við fall Spánar munu margir bankar Frakklands verða fyrir meiri skell en þeir þola og ljóst að franska ríkið hefur ekki bolmagn til að koma þeim til bjargar. Því gæti allt eins orðið staðreynd að Frakkland falli á undan Ítalíu.
Ekki að það skipti svo miklu máli í hvaða röð evruríkin sogast inn í hrunspíral evrunnar. Þau munu flest eða öll enda þar á næstu mánuðum hvort sem er.
Ráðamenn ríkja evrusamstarfsins hafa haft núna meir en tvö ár til að bregðast við vanda evrunnar. Tvö árr frá því að ljóst var hvert raunverulega stefndi. Þeim tveim árum hefur verið sóað í vitleysu, þrátt fyrir aðvaranir. Ekkert gert af viti og rangar ákvarðanir einkennt alla viðleytni til að taka á vandanum. Þetta hefur skapast vegna þess að ekki hefur verið vilji til að viðurkenna hinn raunverulega vanda, heldur leitað sökudólga sem hægt er að refsa. Það er enginn einn sökudólgur að evrukrísunni, ekkert eitt ríki sem ber þar meiri ábyrgð en önnur. Vandi evrunnar er einfaldari en svo og með ólíkindum að ekki skuli vera vilji til að viðurkenna hann.
Rúmum tveim árum hefur verið kastað á glæ og nú er svo komið að ekki verður neitt gert til að stöðva skelfinguna. Ekkert er lengur hægt að gera evrunni til bjargar. Hrun flestra eða allra evrulanda er staðreynd, einungis spurning hversu langan tíma það tekur og hversu mikill skaði mun hljótast af. Þó er ljóst að óstýrt hrun evrunnar, sem er orðin staðreynd, mun valda miklu tjóni fyrir alla heimsbyggðina.
Það er mikil ábyrgð sem þeir bera sem hafa staðið að þessari vegferð, mikil ábyrgð þeirra sem af þvermóðsku sinni hafa ekki viljað viðurkenna vanda evrunnar og bregðast við honum með tilheyrandi hætti. Það er mikil ábyrgð þeirra sem nú eru að koma á heimsbyggðina einhverjum mestu fjárhagslegu hörmungum sem þekkst hafa.
Það er mikil ábyrgð þeirra sem töldu sig verðuga þess að yfirtaka ESB og töldu sig hæfari öðrum til að leysa vandann, vandann sem þetta fólk vill þó ekki viðurkenna!!
Það er mikil ábyrgð Angelu Merkel, Nikulas Sarkozy og framkvæmdastjórnar ESB!!
Lækka lánshæfi 16 spænskra banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Euroið komið í flat spin
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 22:37
Æðstu strumpar ESB hafa vitað í mörg ár að þróunin yrði þessi og það var planað að nota ástandið sem rök til sameiningar í USE. En krötum Evrópu eru mislagðar hendur þessa dagana og allt er í tómu tjóni.Ekki satt.
Snorri Hansson, 18.5.2012 kl. 01:51
Því miður held að þú hafir rétt fyrir þér. Evruríkin eru að komast á endastöð
Sæmundur Ágúst Óskarsson, 18.5.2012 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.