Er nema von að spurt sé ?

"Hvað höfum við gert ykkur?" var ríkisstjórnin spurð, á íbúafundi í Fjarðarbyggð þar sem m.a. sjávútvegs og landbúnaðaráðherra var til svara.

Þessi spurning gæti komið frá mörgum landsmönnum, ekki bara vegna fiskveiðistjórnar frumvarpsins eða svika um gangnagerð, heldur almennt.

"Hvað höfum við gert ykkur?" gætu þær fjölmörgu fjölskyldur landsins sem nú berjast í bökkum, spurt stjórnvöld.

"Hvað höfum við gert ykkur" gætu aldraðir, öryrkjar og sjúkir, spurt stjórnvöld. Sá hópur sem sennilega hefur þurft að taka á sig hlutfallslega mestu byrgðar óráðssíu einkabankanna. Sá hópur sem þó sannarlega engann þátt átti í hruni þeirra!

"Hvað höfum við gert ykkur?" gætu allir þeir sem nú mæla göturnar á launum hjá atvinnuleyssisjóð, spurt stjórnvöld.

"Hvað höfum við gert ykkur?" gætu þeir fjölmörgu sem hafa þurft að flýja landið spurt stjórnvöld.

"Hvað höfum við gert ykkur?" gætu þær fjölskyldur sem nú eru komnar á götuna og hafa ekki lengur í sig og á, spurt stjórnvöld. Margar hverjar komnar á götuna vegna ólöglegra lána banka og lánastofnanna, sem nú fá á sig hvern hæstaréttardóminn af öðrum en ekkert breytist. Þeir virðast utan hins Íslenska réttarkerfis og stjórnvöld láta sér það vel líka!!

"Hvað höfum við gert ykkur?" gætu flestir landsmenn spurt stjórnvöld!!

"Hvað höfum við gert ykkur?" er sú spurning sem stjórnvöld verða að svara, því það er ekki eðlilegt hvernig þau hafa ráðist gegn þjóð sinni en staðið vörð fjármálafyrirtækja. Það er ekki eðlilegt hvernig allri orku og öll stefna stjórnvalda miða að því eina marki að komast inn í brunarústir ESB. Það er ekki eðlilegt hvernig stjórnvöld og einstakir ráðherrar taka hvert málið af öðru og snú því upp í andhverfu sína og nota síðan sem vopn gegn þjóðinni, nota þessi mál til að mynda enn frekari sundrung meðal þjóðarinnar!!

Ríkisstjórn sem hefur einungis eitt markmið, að ganga í ESB og beytir til þess öllum tiltækum ráðum, jafnvel þó það sundri þjóðinni, á ekki tilverurétt!

Er nema von að hún sé spurð þessarar spurningar. Þjóðin efur fengið nóg!! Miklu meira en nóg!!

 


mbl.is Hvað höfum við gert ykkur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

punktur og Amen

Daði (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband