Ræðst Ögmundur ekki að röngum aðila ?
5.5.2012 | 13:43
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ræðst gegn erlendum auðmanni, sumir myndu jafnvel kalla þetta hótun.
En er Ögmundur ekki að ráðast á rangan aðila? Huang Nubo sækist eftir að fá land á Íslandi og það getur hann nú að öllum líkindum fengið, að vísu einungis til leigu. Ekki ætla ég að tjá mig um það hvort þetta sé gott eða slæmt fyrir land og þjóð, læt aðra um þá sleggjudóma.
Huang hefur sína fulltrúa hér á landi og þeim hefur tekist að vefja pólitíkusum um fingur sér. Einkum krötum. Hann fær síðan fréttir frá málinu um að því sé nánast lokið og að innanríkisráðherra geti ekkert gert til að stöðva það í þetta sinn. Þetta er honum sagt af sínum fullrúum hér á landi.
Í viðtali við Kínverskt dagblað segir hann frá þessum fréttum sem honum hafa borist. Og hvað gerir Ögmundur? Hann ræðst gegn Huang!
Hvers vegna ræðst Ögmundur ekki gegn þeim sem að málinu stóðu, fyrir hönd Huangs? Hvers vegna ræðst hann ekki gegn þeim stjórnarliðum sem hafa staðið að þessu máli fyrir auðjöfurinn? Þeim sem leituðu leiða til að fara með málið þá leið að innanríkisráðherra ætti enga aðkomu að því!!
Það er ekki við Huang að sakast, hann vill einfaldlega komast yfir land á Íslandi, hverjar sem ástæður þess kunni að vera. Það er ekki við hann að sakast um það, heldur hina sem hafa staðið að því að vinna þetta mál fyrir hann hér á landi. Það er við þá að sakast sem hafa af ásetningi leitað leiða til að koma þessu máli í gegn, án þess að innanríkisráðherra gæti rönd við reyst!! Það er það fólk sem Ögmundur á að ráðast gegn!
Það fer ráðherra illa að hafa í hótunum, hvort sem það er við verkamann í eigin landi eða auðjöfur annars lands. Á því auka menn ekki virðingu sína!!
![]() |
Huang fagni ekki of snemma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég mundi bera virðingu fyrir Ögmundi sama hvaða leið hann fer til að verja landið okkar fyrir landráðafólki sem er tilbúið að selja landið okkar. Ég trúi frekar því sem Nubo segir þegar hann heldur því fram að leigutíminn sé 99 ár frekar en 40 ár, minnug þess sem Katrín Júlíusdóttir sagði þegar hún ætlaði að leita leiða fram hjá lögum og reglu landsins til að selja þetta land,svo ómerkilegt sem þetta er.
Sandy, 5.5.2012 kl. 14:38
Ég er alls ekki að hnýta í Ögmund vegna varðstöðu hans um landið, heldur er ég að velta fyrir mér hvort hann ráðist ekki á rangann aðila í þessu máli.
Það getur enginn láð Huang að vilja eignast land á Íslandi, en það er vissulega hægt að deila á þá sem hafa staðið fyrir því að svo megi verða. Á það fólk á Ögmundur að ráðast, fólkið sem hefur leitað leiða til að koma þessu máli í gegn framhjá honum. Fólkinu sem er með honum í ríkisstjórn!
Gunnar Heiðarsson, 5.5.2012 kl. 15:35
Ég ber afskaplega litla virðingu fyrir Ögmundi, en þakka honum fyrir að andæva gegn Kínverska drekanum.
En þegar Kínverski drekinn er búin að ná klóarfestu á miðhálendinu, þá hjálpa vötnin og aurapúkarnir, sem og aðrir bakkabræður hinu Kínverska Alþíðulýðveldi að ná festu við ströndina.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2012 kl. 15:46
Huang sendi Ögmundi pillu þegar hann sagðist ,,vera laus við hann" sem Innanríkisráðherra, svo ég tel í fínu lagi að Ögmundur segi nú eitthvað við því, kæri Gunnar. Hitt er annað að kannski ætti einmitt frekar að tala við þá sem landið vilja selja til útlendings, eða finna leiðir framhjá því með langtímaleigu. En vegna þess að Huang hefur lokaorðið í rauninni, þá hefur hann mest um þetta að segja, þeas að hugnist honum ekki það sem boðið verður, hættir hann við og það eru sennilegast ekki leigjendur sem bíða í röðum með þetta landflæmi. Okkur vantar vissulega innspýtingu í hagkerfið og erlenda fjárfestingu, en lögin í flestum löndum heimila ekki útlendingum landakaup og sennilegast er Kína engin undantekning á því heldur. Tel hyggilegast að nýta okkur reynslu annarra landa og gera ráð fyrir að eins fari hér og annarsstaðar, þegar sagt er að ekki hafi ávallt allt gengið eftir með slík súperloforð um uppbyggingu og Huang boðar og lofar.
Ögmundur stendur sig vel og ólíkt Hrólfi, ber ég virðingu fyrir honum. Hann virðist vera mikill vinnuþjarkur og standa við það sem hann talar um. Þannig kemur hann mér amk fyrir sjónir.
Ég held að bæði ég og margir aðrir, haldi oft að stjórnmálamenn geri lítið og fái of há laun fyrir. Og oft verið ósanngjörn og dómhörð. Ég er ekki lengur á því sem betur fer. Ég finn oft til með þeim og ætla sjálf að reyna að taka mig á með kröfur á störf þeirra og vona að mér muni ganga vel með það. Ef maður bara hugsar um hvað stjórnmálamenn þurfa að vera vel að sér í ótrúlega mörgu, taka eftir öllu, vera allsstaðar og sama tíma, skilja allt og muna allt....listinn er langur.. Úff ! Reynum að muna að þau eru, líkt og við hin öll, mannleg með sína kosti og galla eins og hver annar ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.5.2012 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.